Enski boltinn

Haaland: Auðvitað er pressa

Valur Páll Eiríksson skrifar
Mikil eftirvænting ríkir vegna frumraunar Erlings Haaland í ensku úrvalsdeildinni.
Mikil eftirvænting ríkir vegna frumraunar Erlings Haaland í ensku úrvalsdeildinni. Getty

Erling Haaland mun líkelga spila fyrsta deildarleik sinn fyrir Englandsmeistara Manchester City er liðið fær West Ham United í heimsókn í fyrstu umferð ensk úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Hann segir pressu á sér að skora mörk.

Haaland kom til City frá Dortmund í sumar en mikils er vænst af Norðmanninum í Manchester-borg. Í viðtali við Alan Shearer, markahæsta leikmann í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, segir hann vissulega vera pressu á sér að skila mörkum fyrir þá bláklæddu.

„Auðvitað fylgir pressa því að spila fyrir meistarana sem unnu deildina, en fyrir mér snýst þetta um að mæta á völlinn brosandi eins oft og ég get og reyna að njóta leiksins. Lífið fer hratt hjá og skyndilega getur ferlinum lokið,“

„Þú sérð það á föður mínum, skyndilega er þetta búið. Þetta snýst um að njóta hverrar mínútu, ég er heppinn að vinna við þetta og að vera hér. Ég verð að njóta þess,“ en þarna vísar Haaland í föður sinn, Alf-Inge Haaland, sem lék einnig með Manchester City, en þurfti að hætta snemma vegna þrálátra meiðsla.

„Sem framherji verður þú að vera smá sjálfselskur en ekkert gleður mig meira en að gefa boltann á leikmann fyrir opnu marki og hann skorar,“ segir Haaland.

Manchester City mætir West Ham á Etihad-vellinum í fyrsta leik sínum í deildinni klukkan 16:30 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×