Kyle Dempsey kom heimamönnum í Bolton yfir með marki strax á 15. mínútu áður en Aaron Morley bætti öðru marki við stuttu fyrir hálfleik.
Dempsey var svo aftur á ferðinni á 66. mínútu þegar hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark Bolton og tryggði liðinu þar með 3-0 sigur.
Bolton hefur nú unnið einn leik og gert eitt jafntefli í upphafi tímabils, en Wycombe unnið einn og tapað einum.