Linda Blöndal hætt á Hringbraut Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 14:19 Linda Blöndal ásamt sínu fyrrverandi samstarfsfólki á Fréttavakt sjónvarpsstöðvarinnar Hringbraut. Linda segir að á þessari stundu langi sig mest til að finna sér afgreiðslustarf í blómabúð. Hringbraut Linda Blöndal sjónvarpsmaður á Hringbraut hefur sagt upp hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi sem auk Hringbrautar rekur fjölmiðlana Fréttablaðið og frettabladid.is. Linda greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Linda hefur verið potturinn og pannan í fréttamagasíni Hringbrautar, Fréttavaktinni; haft umsjá með þeim þætti sem er flaggskip sjónvarpsstöðvarinnar. Linda ætlar að skipta um takt, finna sér eitthvað þar sem hlutirnir ganga fyrir sig nokkurn veginn á eðlilegum hraða.Hringbraut „Eftir 6 ár sem hafa kennt mér harla mikið. Allt er í góðu og allir vinir. Mitt val var að taka svolítið frí frá fjölmiðlum,“ segir Linda. Uppsögn hennar kemur á sama tíma og tilkynnt var að Elín Hirst hafi verið ráðin sem ritstjóri Fréttavaktarinnar og því óhjákvæmilegt að spyrja Lindu hvort þetta tvennt tengist? „Ó nei, alls ekki! Nema hið gagnstæða. Það stóð ekkert til nema þegar ég sagði upp. Hún tekur boltann sem betur fer.“ Linda segist, í samtali við Vísi, spurð hvað taki við, nú ætla að skoða heiminn. „Þarna fyrir utan. Og skipta um takt. Ég hef unnið með gersamlega frábæru fólki sem allt hleypur hratt og vel. Ég fer núna bara í sumarfrí til dæmis til Prag að hitta Börk og sé svo til,“ segir Linda en Börkur er Gunnarsson og eiginmaður Lindu. „Annars bara Jóga og almenn heilbrigðisheit í andans vinnu. Læra að anda inn og út á svona nokkuð eðlilegum hraða. Svo er fólkið mitt búsett í Hveragerði og þar mun ég fá einstaklega gott súrefni. Mest langar mig á þessari stundu að vinna í blómabúð að afgreiða. Vera afgreiðsludama. Svo mun fjölmiðlabakterían ábyggilega taka sig upp aftur enda enn óbólusett fyrir henni.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Linda greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Linda hefur verið potturinn og pannan í fréttamagasíni Hringbrautar, Fréttavaktinni; haft umsjá með þeim þætti sem er flaggskip sjónvarpsstöðvarinnar. Linda ætlar að skipta um takt, finna sér eitthvað þar sem hlutirnir ganga fyrir sig nokkurn veginn á eðlilegum hraða.Hringbraut „Eftir 6 ár sem hafa kennt mér harla mikið. Allt er í góðu og allir vinir. Mitt val var að taka svolítið frí frá fjölmiðlum,“ segir Linda. Uppsögn hennar kemur á sama tíma og tilkynnt var að Elín Hirst hafi verið ráðin sem ritstjóri Fréttavaktarinnar og því óhjákvæmilegt að spyrja Lindu hvort þetta tvennt tengist? „Ó nei, alls ekki! Nema hið gagnstæða. Það stóð ekkert til nema þegar ég sagði upp. Hún tekur boltann sem betur fer.“ Linda segist, í samtali við Vísi, spurð hvað taki við, nú ætla að skoða heiminn. „Þarna fyrir utan. Og skipta um takt. Ég hef unnið með gersamlega frábæru fólki sem allt hleypur hratt og vel. Ég fer núna bara í sumarfrí til dæmis til Prag að hitta Börk og sé svo til,“ segir Linda en Börkur er Gunnarsson og eiginmaður Lindu. „Annars bara Jóga og almenn heilbrigðisheit í andans vinnu. Læra að anda inn og út á svona nokkuð eðlilegum hraða. Svo er fólkið mitt búsett í Hveragerði og þar mun ég fá einstaklega gott súrefni. Mest langar mig á þessari stundu að vinna í blómabúð að afgreiða. Vera afgreiðsludama. Svo mun fjölmiðlabakterían ábyggilega taka sig upp aftur enda enn óbólusett fyrir henni.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira