Óttast að missa unga og ferska lækna annað vegna mikils álags Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. ágúst 2022 21:01 Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna Vísir/Einar Skortur er á heimilislæknum víða á landinu og er viðbúið að staðan versni. Fjöldi lækna er á leið á eftirlaun og sérnámslæknar ná ekki að fylla í skarðið jafn hratt. Formaður félags íslenskra heimilislækna óttast að aukið álag fæli yngra fólk frá starfinu þar sem þeir upplifi strax kulnun. Þörf sé á heildrænni endurskoðun í kerfinu öllu þar sem ljóst sé að sami vandi leynist víða. Mannekla hefur verið viðvarandi innan heilbrigðiskerfisins lengi en formaður Læknafélags Íslands varaði á dögunum við neyðarástandi vegna skorts á læknum, þar á meðal heimilislæknum. Framkvæmdastjórar lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisstofnun Norðurlands tóku undir þær áhyggjur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sögðu skort á nánast öllum starfsstöðum. Þannig er sömuleiðis staðan víðar. „Það er svona dálítil lægð í mönnun hjá okkur sem að fólk er farið að finna fyrir í rauninni út um allt land. Það hefur verið í langan tíma dálítið slæm staða úti á landi og núna í Reykjavík líka,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna, um stöðu mála. Kristján Jónsson Samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu frá árinu 2019 voru langflestir heimilislæknar á hvern íbúa í Portúgal, eða 283 á hverja hundrað þúsund. Fleiri lönd voru með yfir hundrað lækna á hverja hundrað þúsund íbúa, til að mynda Holland, Austurríki, Frakkland og Finnland. Á hinum enda skalans var staðan verst í Póllandi þar sem aðeins 42 læknar voru starfandi á hverja hundrað þúsund íbúa. Þá var staðan lítt skárri á Íslandi þar sem þeir eru aðeins sextíu á hverja hundrað þúsund og eru meðal þeirra fæstu í Evrópu. Kristján Jónsson Vandinn hér á landi er ekki nýr af nálinni en Margrét bendir á að margir heimilislæknar séu ýmist að nálgast eða komnir á eftirlaunaaldur. „Við erum náttúrulega ekkert mjög stór hópur til að byrja með, félagsmenn í Félagi íslenskra heimilislækna eru um 220 og það eru svona 160 til 170 sérfræðingar starfandi á landsvísu, þannig það að 30 eða 40 séu að komast á aldur svona á þessu bili er ansi stór partur af okkar hópi,“ segir Margrét. Margir finni fyrir kulnun Undanfarin ár hafi verið brugðist við því með því að efla sérnám og hefur það gengið vel en í haust verða rúmlega níutíu sérnámslæknar í heimilislækningum. „Ef okkur tekst að halda sérnáminu vinsælu og fólki í starfi á heilsugæslunni þá sjáum við fram á að vandamálið gæti leyst á næstu fimm til tíu árum. Það er hins vegar þannig að álagið er svo mikið að við finnum þreytumerki á sérnámslæknunum okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt könnun sem að Félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi fyrr á árinu hafði um þriðjungur sérnámslækna, sem og sérfræðinga, upplifað kulnunareinkenni oft eða mjög oft á síðustu tólf mánuðum. Kristján Jónsson Sé litið til staðsetningar upplifðu sérnámslæknar og sérfræðingar á landsbyggðinni oftar fyrir kulnunareinkennum heldur en þeir á höfuðborgarsvæðinu. Innan einkageirans höfðu til samanburðar 55 prósent sjaldan eða aldrei fundið fyrir kulnunareinkennum. Kristján Jónsson „Það er það sem er stærsta vandamálið núna og helsta áhyggjuefnið er auðvitað að með þessu aukna álagi að þá missum við út þá sem eru ungir og ferskir og eru að mennta sig í að verða heimilislæknar, af því að álagið verði einfaldlega of mikið og þeir fælist frá og fari í eitthvað annað,“ segir Kolbrún. Vandinn einskorðist þó ekki við heimilislækna en til að mynda hefur ítrekað verið bent á vanda bráðamóttökunnar. Í þeim tilvikum hafi þó lausnin verið að beina fólki á heilsugæslurnar, sem gangi ekki lengur. Þá þurfi yfirvöld að hjálpa til, meðal annars með því að styrkja sérnámið, og endurskoða kerfið í heild sinni. „Ég held að það þurfi einhvern veginn að taka á hlutunum heildrænt, endurskoða hvað eigi að fara fram í grunnheilbrigðisþjónustu og hvað eigi að fara fram á öðrum stigum, og reyna að styðja við og efla þau grunnstig sem eru að skila mestu varðandi lífsgæði fólks,“ segir Margrét. Og koma þá í veg fyrir vítahring? „Nákvæmlega.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Mannekla hefur verið viðvarandi innan heilbrigðiskerfisins lengi en formaður Læknafélags Íslands varaði á dögunum við neyðarástandi vegna skorts á læknum, þar á meðal heimilislæknum. Framkvæmdastjórar lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisstofnun Norðurlands tóku undir þær áhyggjur í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og sögðu skort á nánast öllum starfsstöðum. Þannig er sömuleiðis staðan víðar. „Það er svona dálítil lægð í mönnun hjá okkur sem að fólk er farið að finna fyrir í rauninni út um allt land. Það hefur verið í langan tíma dálítið slæm staða úti á landi og núna í Reykjavík líka,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna, um stöðu mála. Kristján Jónsson Samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu frá árinu 2019 voru langflestir heimilislæknar á hvern íbúa í Portúgal, eða 283 á hverja hundrað þúsund. Fleiri lönd voru með yfir hundrað lækna á hverja hundrað þúsund íbúa, til að mynda Holland, Austurríki, Frakkland og Finnland. Á hinum enda skalans var staðan verst í Póllandi þar sem aðeins 42 læknar voru starfandi á hverja hundrað þúsund íbúa. Þá var staðan lítt skárri á Íslandi þar sem þeir eru aðeins sextíu á hverja hundrað þúsund og eru meðal þeirra fæstu í Evrópu. Kristján Jónsson Vandinn hér á landi er ekki nýr af nálinni en Margrét bendir á að margir heimilislæknar séu ýmist að nálgast eða komnir á eftirlaunaaldur. „Við erum náttúrulega ekkert mjög stór hópur til að byrja með, félagsmenn í Félagi íslenskra heimilislækna eru um 220 og það eru svona 160 til 170 sérfræðingar starfandi á landsvísu, þannig það að 30 eða 40 séu að komast á aldur svona á þessu bili er ansi stór partur af okkar hópi,“ segir Margrét. Margir finni fyrir kulnun Undanfarin ár hafi verið brugðist við því með því að efla sérnám og hefur það gengið vel en í haust verða rúmlega níutíu sérnámslæknar í heimilislækningum. „Ef okkur tekst að halda sérnáminu vinsælu og fólki í starfi á heilsugæslunni þá sjáum við fram á að vandamálið gæti leyst á næstu fimm til tíu árum. Það er hins vegar þannig að álagið er svo mikið að við finnum þreytumerki á sérnámslæknunum okkar,“ segir Kolbrún. Samkvæmt könnun sem að Félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi fyrr á árinu hafði um þriðjungur sérnámslækna, sem og sérfræðinga, upplifað kulnunareinkenni oft eða mjög oft á síðustu tólf mánuðum. Kristján Jónsson Sé litið til staðsetningar upplifðu sérnámslæknar og sérfræðingar á landsbyggðinni oftar fyrir kulnunareinkennum heldur en þeir á höfuðborgarsvæðinu. Innan einkageirans höfðu til samanburðar 55 prósent sjaldan eða aldrei fundið fyrir kulnunareinkennum. Kristján Jónsson „Það er það sem er stærsta vandamálið núna og helsta áhyggjuefnið er auðvitað að með þessu aukna álagi að þá missum við út þá sem eru ungir og ferskir og eru að mennta sig í að verða heimilislæknar, af því að álagið verði einfaldlega of mikið og þeir fælist frá og fari í eitthvað annað,“ segir Kolbrún. Vandinn einskorðist þó ekki við heimilislækna en til að mynda hefur ítrekað verið bent á vanda bráðamóttökunnar. Í þeim tilvikum hafi þó lausnin verið að beina fólki á heilsugæslurnar, sem gangi ekki lengur. Þá þurfi yfirvöld að hjálpa til, meðal annars með því að styrkja sérnámið, og endurskoða kerfið í heild sinni. „Ég held að það þurfi einhvern veginn að taka á hlutunum heildrænt, endurskoða hvað eigi að fara fram í grunnheilbrigðisþjónustu og hvað eigi að fara fram á öðrum stigum, og reyna að styðja við og efla þau grunnstig sem eru að skila mestu varðandi lífsgæði fólks,“ segir Margrét. Og koma þá í veg fyrir vítahring? „Nákvæmlega.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira