Innlent

Í gæslu­varð­hald grunaður um brot gegn tveimur konum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Karlmaðurinn er grunaður um brot gegn tveimur konum um verslunarmannahelgina.
Karlmaðurinn er grunaður um brot gegn tveimur konum um verslunarmannahelgina. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegum kynferðis- og ofbeldisbrotum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem fram kemur að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað manninn í gæsluvarðhald á þriðjudaginn.

Maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur konum í aðskildum málum á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. 

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er maðurinn annars vegar grunaður um alvarlega líkamsárás og hins vegar grunaður um líkamsárás og kynferðisbrot. Konurnar eru á þrítugsaldri og tengsl eru á milli fólksins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.