Veitingamenn á Suðurnesjum hugsa sér gott til glóðarinnar Jakob Bjarnar skrifar 4. ágúst 2022 14:39 Veitingamaðurinn Jóhann Issi hefur fullan hug á því að koma upp söluvagni á gosslóð. En það vantar starfsfólk. Með honum á myndinni er Eyjólfur Emil Jóhannsson. Jóhann Issi Hallgrímsson veitingamaður er nú að skoða hvort ekki megi koma upp veitingavagni á gosslóð til að þjónusta þær þúsundir sem ekki hlýða Víði og vilja skoða gosið. En skortur á starfsfólki setur strik í reikninginn. „Já, ég er að skoða þetta. En það er vöntun á starfsfólki,“ segir Jóhann Issi í samtali við Vísi. Ég er bara með einn vagn í gangi og hef verið með í allt sumar. Á Fitjum við Njarðvík, sem gengur mjög vel: Fyrsta stopp þegar útlendingurinn kemur og það síðasta þegar hann fer.“ Jóhann Issi mun eiga fund með landeigendum eftir helgi og þá mun liggja fyrir hvort af verður. „Já, ég ætla að skoða það alvarlega að fara þarna upp eftir.“ Þjónusta ekki gróðastarfsemi Eins og fram kom í viðtali við Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, er hugur í Grindvíkingum og reyndar Suðurnesjamönnum almennt. Þeir sjá fram á að þetta muni auka mjög ferðamannastrauminn á þetta landsvæði, líkt og gerðist í tengslum við gosið í fyrra og þar með eflir þetta verslun og þjónustu. Og Jóhann Issi er reynslunnar smiður í þessum efnum. Hann setti upp söluvagn í fyrra á gosslóð og var með hann starfræktan í rúman mánuð. „Um leið og þeir opnuðu bílastæðin þá fékk ég staðsetningu og var þarna páskana þegar þetta stóð sem hæst.“ Og var það ekki rífandi bisness? „Þetta er þjónusta,“ svarar Jóhann Issi og ljóst að honum hugnast ekki að þetta framtak verði teiknað upp sem svo að hann ætli sér að hafa þá sem vilja skoða gosið að féþúfu. „Ég var að hjálpa fólki að finna bílana sína þegar komið var myrkur. Fólk fór upp í björtu, eltu svo ljóslínuna til baka þegar komið var myrkur. Þau sáu ljósið á vagninum mínum. Og þá, allt í einu: Bíddu, hvar er bíllinn minn? Æsingurinn við að komast upp eftir var svo mikill. En þetta var mjög gaman.“ Gosáhugafólk svolgaði í sig gosið Jóhann Issi segir að margir hafi rokið af stað af talsvert miklu fyrirhyggjuleysi. Og margir hverjir ekki vel nestaðir. „Það var rosalega mikil sala í drykkjum. Einhver sem sagði við mig, af hverju hækkarðu ekki drykkina upp í þúsund kall? Íslenska leiðin. En mér þótti það heldur hart, að vera með drykkinn á 350 krónur á Fitjum en þúsund kall þarna. Ég hefði verið tekinn af lífi,“ segir Jóhann Issi. Honum þykir skjóta skökku við að atvinnuleysi sé vel mælanlegt en ekki sé hægt að fá starfsfólk. Hann hefur nú auglýst eftir starfsfólki og áhugasamir geta haft samband við hann með því að senda póst á issi@issi.is Veitingastaðir Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Já, ég er að skoða þetta. En það er vöntun á starfsfólki,“ segir Jóhann Issi í samtali við Vísi. Ég er bara með einn vagn í gangi og hef verið með í allt sumar. Á Fitjum við Njarðvík, sem gengur mjög vel: Fyrsta stopp þegar útlendingurinn kemur og það síðasta þegar hann fer.“ Jóhann Issi mun eiga fund með landeigendum eftir helgi og þá mun liggja fyrir hvort af verður. „Já, ég ætla að skoða það alvarlega að fara þarna upp eftir.“ Þjónusta ekki gróðastarfsemi Eins og fram kom í viðtali við Guðrúnu Kristínu Einarsdóttur, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, er hugur í Grindvíkingum og reyndar Suðurnesjamönnum almennt. Þeir sjá fram á að þetta muni auka mjög ferðamannastrauminn á þetta landsvæði, líkt og gerðist í tengslum við gosið í fyrra og þar með eflir þetta verslun og þjónustu. Og Jóhann Issi er reynslunnar smiður í þessum efnum. Hann setti upp söluvagn í fyrra á gosslóð og var með hann starfræktan í rúman mánuð. „Um leið og þeir opnuðu bílastæðin þá fékk ég staðsetningu og var þarna páskana þegar þetta stóð sem hæst.“ Og var það ekki rífandi bisness? „Þetta er þjónusta,“ svarar Jóhann Issi og ljóst að honum hugnast ekki að þetta framtak verði teiknað upp sem svo að hann ætli sér að hafa þá sem vilja skoða gosið að féþúfu. „Ég var að hjálpa fólki að finna bílana sína þegar komið var myrkur. Fólk fór upp í björtu, eltu svo ljóslínuna til baka þegar komið var myrkur. Þau sáu ljósið á vagninum mínum. Og þá, allt í einu: Bíddu, hvar er bíllinn minn? Æsingurinn við að komast upp eftir var svo mikill. En þetta var mjög gaman.“ Gosáhugafólk svolgaði í sig gosið Jóhann Issi segir að margir hafi rokið af stað af talsvert miklu fyrirhyggjuleysi. Og margir hverjir ekki vel nestaðir. „Það var rosalega mikil sala í drykkjum. Einhver sem sagði við mig, af hverju hækkarðu ekki drykkina upp í þúsund kall? Íslenska leiðin. En mér þótti það heldur hart, að vera með drykkinn á 350 krónur á Fitjum en þúsund kall þarna. Ég hefði verið tekinn af lífi,“ segir Jóhann Issi. Honum þykir skjóta skökku við að atvinnuleysi sé vel mælanlegt en ekki sé hægt að fá starfsfólk. Hann hefur nú auglýst eftir starfsfólki og áhugasamir geta haft samband við hann með því að senda póst á issi@issi.is
Veitingastaðir Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14
Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?