Viðskipti innlent

Hefur sölu á „fish and chips“ á stikuðu göngu­leiðinni

Atli Ísleifsson skrifar
Issi hefur lítið sofið síðustu nætur vegna spennings. Veitingavaginn er kominn á staðinn.
Issi hefur lítið sofið síðustu nætur vegna spennings. Veitingavaginn er kominn á staðinn. Issi

Jóhann Issi Hallgrímsson, veitingamaður og eigandi Issi Fish and Chips, mun hefja sölu á veitingum á bílastæði í Nátthagakrika við stikuðu gönguleiðina að gosstöðvunum í Geldingadal síðar í dag.

Issi segist mjög spenntur og getur ekki beðið eftir að byrja að elda ofan í svanga göngumenn á leið að eða frá gosstöðvunum.

Issi er tilbúinn að elda ofan í svanga göngumenn sem eru á leið að eða frá gosstöðvunum.Issi

„Ég er úr Grindavík og byrjaði á þessu brölti 2017. Ég er með fastan stað á Fitjum í Reykjanesbæ, Njarðvík og svo einn hlaupavagn sem verður þá á þessari gönguleið. Ég var að bíða færis núna eftir að aðstæður væru skemmtilegri. Bílastæði, aðgengi og fleira. Þegar var svo ákveðið að opna báðar leiðir í gær ákvað ég að hjóla af stað í þetta.“

Hlaupavagninn sem um ræðir.Issi

Með leyfi frá landeiganda

Issi segir að það verði opnað klukkan 16 í dag. „Ég er með leyfi frá landeiganda og svo náttúrulega öll önnur tilskilin leyfi fyrir svona starfsemi. Sem ég er með. Ég er svo líka búinn að vera í sambandi við lögreglu og björgunarsveit.“

Það verður ekki bara boðið upp á steiktan fisk og franskar. „Ég býð upp á Fish and Chips og svo kaffi og nýsteiktar kleinur sem ég steiki í vagninum jafnóðum.

Ég er búinn að bíða svo spenntur. Lítið sofið og svo fór þetta allt í gegn í gær og þá var enn minna sofið. Ég er á vaktinni hérna í Njarðvík núna. Nóg að gera, en ég hlakka til að loka 13:30 og brenna uppeftir með nóg af hráefni og allan pakkann,“ segir Issi.

Allt á fullu gasi hjá okkur fyrir daginn. Opnum á bílastæðinu á gönguleið að gosstöðvum. Fish&chips Kaffi og ný steiktar kleinur sem er nýtt hjá okkur. Opnum kl 16 og fram eftir kvöldi..........

Posted by Issi Fish & Chips on Tuesday, 30 March 2021




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×