Innlent

Ferða­menn flykktust að eld­gosinu

Árni Sæberg skrifar
Beiðni Almannavarna um að fólk biði með að sækja gosið heim virðist hafa haft lítil áhrif á spennta ferðamenn.
Beiðni Almannavarna um að fólk biði með að sækja gosið heim virðist hafa haft lítil áhrif á spennta ferðamenn. Vísir/Eyþór

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir.

Um klukkan átján í gærkvöldi sendu Almannavarnir smáskilaboð í síma allra þeirra sem voru í námunda við gosstöðvarnar í Meradölum. Samkvæmt stöðuskýrslu Samhæfingarstöðvar Almannavarna vegna eldgossins voru um tíu þúsund farsímar á svæðinu. Því virðist sem beiðni Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, um að fólk biði með göngur upp að eldgosinu hafi ekki bitið.

Fréttamenn okkar sem staddir voru þar fóru ekki varhluta af þeim mikla fjölda ferðamann sem þangað voru komnir og náðu tali af nokkrum þeirra. Sjá má viðtöl við nokkra spennta erlenda ferðamenn í spilaranum hér að neðan:

Erlendu ferðamennirnir virtust fréttamanni okkar jafnvel spenntari og glaðari með gosið en þeir íslensku. Gleði þeirra væri barnslegri. Einn ferðamaður sagði gosið vera það allra fallegasta sem hann hefði nokkurn tíman barið augum.

„Það er sprunga í jörðinni og hraun vellur upp. Þetta er magnað og í fyrsta skipti sem ég sé slíkt,“ segir erlendur ferðamaður í samtali við fréttastofu og fleiri tóku undir.

„Ég er mjög ákafur af því það er ekki á hverjum degi sem maður kemur til Íslands og maður sér ekki eldgos á hverjum degi,“ sagði ferðamaður sem hætti við allar áætlanir gærdagsins og brunaði að gosstöðvunum ásamt ókunnugum ferðamanni sem hann hafði hitt í fyrradag.


Tengdar fréttir

Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið

Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum.

Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað

Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×