Gosið leggst vel í Grindvíkinga Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 16:14 Ellubúð, söluskáli slysavarnafélagsins Þórkötlu í Grindavík, var settur upp fyrir rúmu ári við göngustíg sem lá að gosstöðvunum. Hann sló í gegn og einn þeirra sem var þakklátur fyrir þjónustuna var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis sem fór ófáar ferðirnar að Fagradalsfjalli. Nú er ballið byrjað á ný. vísir/vilhelm Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu í Grindavík, sem er deild innan Landsbjargar. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. „Jájá, það þýðir ekkert annað. Við tökumst bara á við þetta eins og annað. Þetta er alltaf spennandi. Það er ekki hægt að segja annað. Ég held að þetta sé fínasta staðsetning,“ segir Guðrún Kristín og nefnir að þetta sé fjær Grindavík en fyrra gosið fyrir rúmu ári, sem er gott. En verra sé að þetta sé nær Suðurstrandarveginum. Ellubúð sló í gegn Guðrún segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig fer. „Já, nú er allt að gerast. Við erum að byrja uppá nýtt aftur.“ Fyrir rúmu ári ræddi Vísir við Guðrúnu Kristínu í tilefni af því að Þórkatla hafði komið upp við göngustíginn sem lá að gosstöðvunum við Fagradalsfjall sölugámi sem kallaðist Ellubúð. Þetta var kærkomin þjónusta við þá fjölmörgu sem lögðu leið sína að gosinu og í fjáröflunarskyni fyrir slysavarnadeildina sem nú hefur enn og aftur í mörg horn að líta. Guðrún Kristín segir ekki liggja fyrir hvort Ellubúð taki til starfa á ný. „Við erum nú að undirbúa okkur í húsi björgunarsveitarinnar. Svo verður bara að koma í ljós hvað við gerum við Ellu. Það er aldrei að vita hvað við látum okkur detta í hug.“ Ellubúð var rekin í einn og hálfan mánuð en þá breytti gosið eilítið um stefnu og gönguleiðin lá ekki þar hjá. Ekki var hægt um vik að koma gámnum upp á nýjum stað þá. „Þetta var hrikalega gaman og kannski látum við slag standa ef við höfum tíma og mannskap. Þetta tókst mjög vel og heill hellingur af fólki sem heimsótti okkur.“ Margir fegnir að farið sé að gjósa Guðrún Kristín krossar sig þegar hún er spurð um hversu margir komu við í Ellubúð meðan hún var starfrækt. „Guð minn góður, ég hef ekki hugmynd um það. En við reiknuðum út að það fóru tvöþúsund og fimm hundruð pylsur fyrir utan allt hitt, súkkuklagi og kaffi.“ Guðrún Kristín reiknar með því að nú fari strollan af stað aftur, hún býst jafnvel við því að ferðalangar sem eru áhugasamir um gosið fari af stað strax nú í dag. Hún segir það liggja fyrir að áhrif fyrra gossins hafa verið mikil á Grindavík þó erfitt sé að meta nákvæmlega hvernig en ljóst þó að verslun og þjónusta hafi rokið uppá við. Og Grindvíkingar láta sér hvergi bregða og eru jafnvel ánægðir með eldgosið. „Ég held að það séu margir fegnir því að farið sé að gjósa og losna þá við jarðskjálftanna. Það var alveg komið gott með þá.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir „Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Sjá meira
„Jájá, það þýðir ekkert annað. Við tökumst bara á við þetta eins og annað. Þetta er alltaf spennandi. Það er ekki hægt að segja annað. Ég held að þetta sé fínasta staðsetning,“ segir Guðrún Kristín og nefnir að þetta sé fjær Grindavík en fyrra gosið fyrir rúmu ári, sem er gott. En verra sé að þetta sé nær Suðurstrandarveginum. Ellubúð sló í gegn Guðrún segir að tíminn muni leiða í ljós hvernig fer. „Já, nú er allt að gerast. Við erum að byrja uppá nýtt aftur.“ Fyrir rúmu ári ræddi Vísir við Guðrúnu Kristínu í tilefni af því að Þórkatla hafði komið upp við göngustíginn sem lá að gosstöðvunum við Fagradalsfjall sölugámi sem kallaðist Ellubúð. Þetta var kærkomin þjónusta við þá fjölmörgu sem lögðu leið sína að gosinu og í fjáröflunarskyni fyrir slysavarnadeildina sem nú hefur enn og aftur í mörg horn að líta. Guðrún Kristín segir ekki liggja fyrir hvort Ellubúð taki til starfa á ný. „Við erum nú að undirbúa okkur í húsi björgunarsveitarinnar. Svo verður bara að koma í ljós hvað við gerum við Ellu. Það er aldrei að vita hvað við látum okkur detta í hug.“ Ellubúð var rekin í einn og hálfan mánuð en þá breytti gosið eilítið um stefnu og gönguleiðin lá ekki þar hjá. Ekki var hægt um vik að koma gámnum upp á nýjum stað þá. „Þetta var hrikalega gaman og kannski látum við slag standa ef við höfum tíma og mannskap. Þetta tókst mjög vel og heill hellingur af fólki sem heimsótti okkur.“ Margir fegnir að farið sé að gjósa Guðrún Kristín krossar sig þegar hún er spurð um hversu margir komu við í Ellubúð meðan hún var starfrækt. „Guð minn góður, ég hef ekki hugmynd um það. En við reiknuðum út að það fóru tvöþúsund og fimm hundruð pylsur fyrir utan allt hitt, súkkuklagi og kaffi.“ Guðrún Kristín reiknar með því að nú fari strollan af stað aftur, hún býst jafnvel við því að ferðalangar sem eru áhugasamir um gosið fari af stað strax nú í dag. Hún segir það liggja fyrir að áhrif fyrra gossins hafa verið mikil á Grindavík þó erfitt sé að meta nákvæmlega hvernig en ljóst þó að verslun og þjónusta hafi rokið uppá við. Og Grindvíkingar láta sér hvergi bregða og eru jafnvel ánægðir með eldgosið. „Ég held að það séu margir fegnir því að farið sé að gjósa og losna þá við jarðskjálftanna. Það var alveg komið gott með þá.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir „Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Sjá meira
„Hressandi að fá eitt eldgos í viðbót“ Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafi verið kallaðar út, þau séu að ná tökum á málunum og fara yfir stöðuna. Hann hvetur almenning til að hlusta á tilmæli. 3. ágúst 2022 15:36
Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04