Erlent

Lokun þýskra kjarn­orku­vera ó­ljós vegna skorts á gasi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Scholz útilokar ekki áframhaldandi starfsemi kjarnorkuvera. 
Scholz útilokar ekki áframhaldandi starfsemi kjarnorkuvera.  Michele Tantussi - Pool / Getty

Kanslari Þýskalands Olaf Scholz segir það geta hugsast að gott væri að halda starfsemi þýskra kjarnorkuvera gangandi í ljósi rýrnunar á gasflæði frá Rússlandi.

Stöðvun Rússa á flæði á gasi hefur ýtt undir kjarnorkuumræðu og vangaveltur um það hvort að ljúka eigi starfsemi þýskra kjarnorkuvera eða ekki.

Politico greinir frá því að Scholz hafi verið spurður út í skoðun sína á áframhaldandi starfsemi þýskra kjarnorkuvera á meðan heimsókn hans hjá Siemens Energy stóð. Kanslarinn var í staddur hjá Siemens í borginni Mulheim til þess að skoða rússneska túrbínu. Túrbínan hefur valdið miklum flækjum fyrir gasflutning í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna.

Scholz sagði þrjú kjarnorkuver Þýskalands aðeins sjá landinu fyrir litlum hluta rafmagns en reiknað hafi verið með að verin hætti starfsemi í lok árs.


Tengdar fréttir

Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi

Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×