Sérfræðingar Stúkunnar skildu reiði KA-manna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2022 10:00 Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli fyrir mótmæli í leiknum gegn KR í gær. vísir/pawel KA-menn voru vægast sagt ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í uppbótartíma í leiknum gegn KR-ingum í Bestu deild karla í gær. Sérfræðingar Stúkunnar sögðu að Akureyringar hefðu ýmislegt til síns máls. Á fjórðu mínútu uppbótartíma tæklaði Atli Sigurjónsson Gaber Dobrovoljc inni í vítateig KR. Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt nema hornspyrnu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, mótmælti kröftuglega og fékk rauða spjaldið. Hann var einnig rekinn af velli í fyrri leiknum gegn KR og er því á leið í tveggja leikja bann. „Þetta er bara víti, að mínu mati,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni eftir leikinn í gær. Hann skýrði svo mál sitt frekar. „Eina sem getur kannski blekkt augað okkar er hvort Atli hafi farið utan við hann, eða fyrir framan hann, þannig að hann sé að sparka hér en hann virðist fara undir sólann. Það er alltaf brot.“ Klippa: Stúkan - vítið sem KA vildi fá Í viðtali eftir leikinn lét Arnar gamminn geysa og beindi athygli sinni meðal annars að fjórða dómaranum, Sveini Arnarssyni, og sagði hann ekki starfi sínu vaxinn. Engin tilfinning fyrir leiknum „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá KR síðan í maí, eða í 66 daga. Þetta var aftur á móti fyrsta tap KA síðan 20. júní. KA-menn eru í 3. sæti Bestu deildarinnar með 27 stig eftir fimmtán leiki. Besta deild karla KA KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
Á fjórðu mínútu uppbótartíma tæklaði Atli Sigurjónsson Gaber Dobrovoljc inni í vítateig KR. Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt nema hornspyrnu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, mótmælti kröftuglega og fékk rauða spjaldið. Hann var einnig rekinn af velli í fyrri leiknum gegn KR og er því á leið í tveggja leikja bann. „Þetta er bara víti, að mínu mati,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni eftir leikinn í gær. Hann skýrði svo mál sitt frekar. „Eina sem getur kannski blekkt augað okkar er hvort Atli hafi farið utan við hann, eða fyrir framan hann, þannig að hann sé að sparka hér en hann virðist fara undir sólann. Það er alltaf brot.“ Klippa: Stúkan - vítið sem KA vildi fá Í viðtali eftir leikinn lét Arnar gamminn geysa og beindi athygli sinni meðal annars að fjórða dómaranum, Sveini Arnarssyni, og sagði hann ekki starfi sínu vaxinn. Engin tilfinning fyrir leiknum „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá KR síðan í maí, eða í 66 daga. Þetta var aftur á móti fyrsta tap KA síðan 20. júní. KA-menn eru í 3. sæti Bestu deildarinnar með 27 stig eftir fimmtán leiki.
Besta deild karla KA KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Sjá meira
Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00