Brynjar segir umdeildan fund með Namibíumönnum hinn furðulegasta Jakob Bjarnar skrifar 2. ágúst 2022 10:24 Helga Vala segir það fráleitt að fundur Brynjars með embættismönnum Namibíu hafa verið einkafund en Brynar segist aldrei hafa haldið því fram, heldur að fundurinn hafi verið þannig vaxinn að ómögulegt hafi verið að átta sig á því hvers eðlis fundurinn var. Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra segir ómögulegt fyrir sig að átta sig á því hvers eðlis umdeildur fundur með Namibíumönnum var. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að talsmaður namibíska utanríkissamskipta- og samvinnuráðuneytinu vilji ekki skrifa undir skýringar Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra á fundi sem hann átti með namibískum embættismönnum. Þann 7. júní síðastliðinn hitti Brynjar aðstoðarforsætisráðherra Namibíu, ríkissaksóknara Namibíu og aðstoðarframkvæmdastjóra namibísku spillingarnefndarinnar þá sem fulltrúi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Sakar ríkisstjórnina um fúsk Brynjar hefur ekki viljað upplýsa um efni fundarins og í morgun fordæmdi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar það og svör Brynjars á Facebook-síðu sinni: „Þetta er auðvitað ævintýraleg della. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra fundar ekki með aðstoðarforsætisráðherra Namibíu, ríkissaksóknara Namibíu og aðstoðarframkvæmdastjóra namibísku spillingarnefndarinnar fyrir hönd Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í einkaerindum. Ekki frekar en forsætisráðherra sem fundaði með þeim fyrst eða utanríkisráðherra. Gætum við fengið ögn af fagmennsku takk?“ spyr Helga Vala. Þegar Vísir bar þetta undir Brynjar nú í morgun spurði hann á móti hvort þetta væru ekki bara þingmenn Samfylkingarinnar að reyna að þyrla upp moldviðri út af engu? Heimsóttu helstu ferðamannastaði og bönkuðu uppá En hvernig var þetta eiginlega með þennan fund sem tvennum sögum fer af? Brynjar segir ekki svo gott að átta sig á því. „Þetta ágæta fólk frá Namibíu hafði verið hér á landi í einhverja daga og heimsótt helstu ferðamannastaði án þess að nokkur vissi þegar það bankaði upp á hjá forsætisráðherra og vildi eiga við hann orð varðandi Samherjamálið. Hún benti á að dómsmálaráðherra væri sá sem betra væri að tala við,“ segir Brynjar spurður um hvernig það hafi komið til að hann hafi verið í forsvari. „Óskað var eftir fundi við dómsmálaráðherra sem ekki var viðlátinn. Var þeim þá gefinn kostur á að ræða við hinn viðkunnalega aðstoðarmann ráðherra, sem þau þáðu,“ segir Brynjar. Furðulegur fundur Með honum á fundinum voru embættismenn til að geta svara spurningum sem upp kæmu. „Svona var aðdragandinn að þessum fundi en það sem kom fram á fundinum er síðan efni í uppistand. Ég sagði ekki að ég hafi fundað með þessu fólki í einkaerindum heldur sagði að mig minnir að þetta fólk hafi ekki verið hér á landi í embættiserindum enda bara bankað upp á sísvona og enginn vissi af þeim. Voru þetta þá bara einhverjir villuráfandi sauðir? „Skal ekki segja en þetta var mjög furðuleg framkvæmd. Það er eiginlega ómögulegt fyrir mig að segja hvort þetta fólk var í einkaerindum eða embættiserindum. Það væri kannski best að spyrja það sjálft.“ Þessi umræddi fundur hefur verið umdeildur og var hart tekist á um hann á Facebook-síðu Brynjars fyrir nokkru en þar sóttu meðal annarra Helga Vala og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður að Brynjari. Þá var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, nú rétt í þessu að benda á að slíkur fundur geti aldrei verið einkafundur, í besta falli óformlegur en hann verði engu að síður að færa til bókar. Samherjaskjölin Namibía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. 8. júní 2022 12:16 Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. 19. júní 2022 15:01 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að talsmaður namibíska utanríkissamskipta- og samvinnuráðuneytinu vilji ekki skrifa undir skýringar Brynjars Níelssonar, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra á fundi sem hann átti með namibískum embættismönnum. Þann 7. júní síðastliðinn hitti Brynjar aðstoðarforsætisráðherra Namibíu, ríkissaksóknara Namibíu og aðstoðarframkvæmdastjóra namibísku spillingarnefndarinnar þá sem fulltrúi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Sakar ríkisstjórnina um fúsk Brynjar hefur ekki viljað upplýsa um efni fundarins og í morgun fordæmdi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar það og svör Brynjars á Facebook-síðu sinni: „Þetta er auðvitað ævintýraleg della. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra fundar ekki með aðstoðarforsætisráðherra Namibíu, ríkissaksóknara Namibíu og aðstoðarframkvæmdastjóra namibísku spillingarnefndarinnar fyrir hönd Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í einkaerindum. Ekki frekar en forsætisráðherra sem fundaði með þeim fyrst eða utanríkisráðherra. Gætum við fengið ögn af fagmennsku takk?“ spyr Helga Vala. Þegar Vísir bar þetta undir Brynjar nú í morgun spurði hann á móti hvort þetta væru ekki bara þingmenn Samfylkingarinnar að reyna að þyrla upp moldviðri út af engu? Heimsóttu helstu ferðamannastaði og bönkuðu uppá En hvernig var þetta eiginlega með þennan fund sem tvennum sögum fer af? Brynjar segir ekki svo gott að átta sig á því. „Þetta ágæta fólk frá Namibíu hafði verið hér á landi í einhverja daga og heimsótt helstu ferðamannastaði án þess að nokkur vissi þegar það bankaði upp á hjá forsætisráðherra og vildi eiga við hann orð varðandi Samherjamálið. Hún benti á að dómsmálaráðherra væri sá sem betra væri að tala við,“ segir Brynjar spurður um hvernig það hafi komið til að hann hafi verið í forsvari. „Óskað var eftir fundi við dómsmálaráðherra sem ekki var viðlátinn. Var þeim þá gefinn kostur á að ræða við hinn viðkunnalega aðstoðarmann ráðherra, sem þau þáðu,“ segir Brynjar. Furðulegur fundur Með honum á fundinum voru embættismenn til að geta svara spurningum sem upp kæmu. „Svona var aðdragandinn að þessum fundi en það sem kom fram á fundinum er síðan efni í uppistand. Ég sagði ekki að ég hafi fundað með þessu fólki í einkaerindum heldur sagði að mig minnir að þetta fólk hafi ekki verið hér á landi í embættiserindum enda bara bankað upp á sísvona og enginn vissi af þeim. Voru þetta þá bara einhverjir villuráfandi sauðir? „Skal ekki segja en þetta var mjög furðuleg framkvæmd. Það er eiginlega ómögulegt fyrir mig að segja hvort þetta fólk var í einkaerindum eða embættiserindum. Það væri kannski best að spyrja það sjálft.“ Þessi umræddi fundur hefur verið umdeildur og var hart tekist á um hann á Facebook-síðu Brynjars fyrir nokkru en þar sóttu meðal annarra Helga Vala og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður að Brynjari. Þá var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, nú rétt í þessu að benda á að slíkur fundur geti aldrei verið einkafundur, í besta falli óformlegur en hann verði engu að síður að færa til bókar.
Samherjaskjölin Namibía Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. 8. júní 2022 12:16 Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. 19. júní 2022 15:01 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fundarhöld með namibískum rannsakendum og saksóknara Héraðssaksóknari hefur átt tvo fundi með þeim sem fara fyrir rannsókn og saksókn í Samherjamálinu í Namibíu. Varaforsætisráðherra Namibíu er stödd hér á landi ásamt sendinefnd til að ræða við íslensk stjórnvöld og rannsakendur. Héraðssaksóknari segir að það sé góður gangur á rannsókninni. 8. júní 2022 12:16
Töf Samherjamálsins valdi réttarspjöllum ofan á orðsporsáhættu Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, telur að töf á rannsókn Samherjamálsins geti valdið réttarspjöllum ofan á þá „orðsporsáhættu sem augljós er“. Hún segir embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra vanfjármögnuð og sakar fjármálaráðherra um að kæra sig kollóttan um fjárhagsskort embættanna. 19. júní 2022 15:01