Saksóknarinn sem fór í stríð við mafíuna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 1. ágúst 2022 14:30 Nicola Gratteri saksóknari Getty Images Yfir 350 manns sitja nú á sakamannabekk í einum stærstu réttarhöldum sem ráðist hefur verið í gegn meðlimum ítölsku mafíunnar. Þetta má aðallega þakka einum saksóknara, sem undrast það verulega að hann skuli enn vera á lífi. Nicola Gratteri hefur varið rúmum 30 árum af lífi sínu í að reyna að koma meðlimum mafíunnar á bak við lás og slá. Hann hefur verið umvafinn lífvörðum síðan 1989, mafían reyndi að myrða unnustu hans þegar þau voru ung, hún skipulagði rán á einum sona hans, annan son reyndi hún að ráða af dögum og Gratteri hefur á þessum tíma aldrei borðað á veitingastað, farið á ströndina, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, eða heimsótt annað fólk. Það er einfaldlega of hættulegt. 350 sitja á sakamannabekk Afrakstur þessarar rúmlega 30 ára rannsóknar getur nú að líta í dómssalnum í borginni Lamezia í Calabría-héraði syðst á ítölsku stígvélatánni, þar sem mafían ’Ndrangheta ræður ríkjum, þar sem meira en 350 manns sitja á sakamannabekk, ákærðir fyrir morð, eitulyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Gratteri segir að ´Ndrangheta mafían sé hættulegri og valdameiri en frægasta og alræmdasta mafía Ítalíu, Cosa Nostra, sem er upprunnin á Sikiley. Hún teygir arma sína til 32ja landa víðsvegar um heiminn, aðallega í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Talið er að ársvelta þessara glæpasamtaka hlaupi á 55 milljörðum evra, andvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Nýir samstarfsmenn mafíunnar Gratteri segir að umfang mafíunnar sé orðið svo stórkostlegt að nú dugi þeim ekki hefðbundið peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, heldur séu nýir samstarfsmenn mafíunnar í dag, fólk í banka- og fjármálageiranum í Mið-Evrópu. Lunginn af hinum ákærðu var handtekinn í risastórri aðgerð ítölsku lögreglunnar í desember árið 2019, en síðan hefur hópurinn stækkað nokkuð. Hefði eins getað endað í mafíunni Gratteri ólst sjálfur upp í Calabría, hann er bóndasonur og þekkti marga meðlimi mafíunnar þegar hann var strákur. Hann segir að hann hafi oft séð lík, fórnarlömb mafíunnar, liggja við vegkantinn þegar hann sem strákur fór með skólabílnum 10 kílómetra leið til skólans. Hann segir að það sé hálfgerð tilviljun að hann hafi lent réttu megin við lögin, hann hefði rétt eins getað orðið einn af handlöngurum mafíunnar. Aðalástæðan sé þó að foreldrar hans hafi verið heiðarlegt fólk sem hafi innprentað börnum sínum fimm heiðarleika. Hann segist í raun vera undrandi á því að vera enn á lífi, hann hugsi mikið um dauðann, en segir að þetta sé eina leiðin fyrir hann til að lifa lífinu, það þjóni engum tilgangi að lifa lífinu eins og raggeit. Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Nicola Gratteri hefur varið rúmum 30 árum af lífi sínu í að reyna að koma meðlimum mafíunnar á bak við lás og slá. Hann hefur verið umvafinn lífvörðum síðan 1989, mafían reyndi að myrða unnustu hans þegar þau voru ung, hún skipulagði rán á einum sona hans, annan son reyndi hún að ráða af dögum og Gratteri hefur á þessum tíma aldrei borðað á veitingastað, farið á ströndina, sem er í 10 kílómetra fjarlægð, eða heimsótt annað fólk. Það er einfaldlega of hættulegt. 350 sitja á sakamannabekk Afrakstur þessarar rúmlega 30 ára rannsóknar getur nú að líta í dómssalnum í borginni Lamezia í Calabría-héraði syðst á ítölsku stígvélatánni, þar sem mafían ’Ndrangheta ræður ríkjum, þar sem meira en 350 manns sitja á sakamannabekk, ákærðir fyrir morð, eitulyfjasölu, fjárkúgun og peningaþvætti. Gratteri segir að ´Ndrangheta mafían sé hættulegri og valdameiri en frægasta og alræmdasta mafía Ítalíu, Cosa Nostra, sem er upprunnin á Sikiley. Hún teygir arma sína til 32ja landa víðsvegar um heiminn, aðallega í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku. Talið er að ársvelta þessara glæpasamtaka hlaupi á 55 milljörðum evra, andvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna. Nýir samstarfsmenn mafíunnar Gratteri segir að umfang mafíunnar sé orðið svo stórkostlegt að nú dugi þeim ekki hefðbundið peningaþvætti og eiturlyfjasmygl, heldur séu nýir samstarfsmenn mafíunnar í dag, fólk í banka- og fjármálageiranum í Mið-Evrópu. Lunginn af hinum ákærðu var handtekinn í risastórri aðgerð ítölsku lögreglunnar í desember árið 2019, en síðan hefur hópurinn stækkað nokkuð. Hefði eins getað endað í mafíunni Gratteri ólst sjálfur upp í Calabría, hann er bóndasonur og þekkti marga meðlimi mafíunnar þegar hann var strákur. Hann segir að hann hafi oft séð lík, fórnarlömb mafíunnar, liggja við vegkantinn þegar hann sem strákur fór með skólabílnum 10 kílómetra leið til skólans. Hann segir að það sé hálfgerð tilviljun að hann hafi lent réttu megin við lögin, hann hefði rétt eins getað orðið einn af handlöngurum mafíunnar. Aðalástæðan sé þó að foreldrar hans hafi verið heiðarlegt fólk sem hafi innprentað börnum sínum fimm heiðarleika. Hann segist í raun vera undrandi á því að vera enn á lífi, hann hugsi mikið um dauðann, en segir að þetta sé eina leiðin fyrir hann til að lifa lífinu, það þjóni engum tilgangi að lifa lífinu eins og raggeit.
Ítalía Erlend sakamál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent