Erlent

Hótar að bregðast við á leiftur­hraða

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rússlandsforseti hélt ávarpið á degi rússneska sjóhersins sem haldinn var í Sankti Pétursborg í dag.
Rússlandsforseti hélt ávarpið á degi rússneska sjóhersins sem haldinn var í Sankti Pétursborg í dag. Getty Images

„Rússneski sjóherinn getur brugðist við á leifturhraða og mætir hverjum þeim sem reynir að ganga á fullveldi og frelsi Rússlands með hörku,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í ávarpi í Sankti Pétursborg fyrr í dag.

Pútín minntist ekki berum orðum á innrás Rússa í Úkraínu í ávarpinu en sagði nauðsynlegt að ráðast í afgerandi aðgerðir „í ljósi stöðunnar.“ Þá kvað hann einnig að til stæði að hefja notkun langdrægra og hljóðfrárra Zircon eldflauga á næstu mánuðum. Rússar segja að eldflaugarnar geti drifið yfir þúsund kílómetra.

Á meðan Pútín lofaði sjóherinn sagði Oleksandr Senkevych, borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Mykolaiv, að verið væri að sprengja allt í loft upp í borginni með klasasprengjum. Íbúar sögðu eldflaugaárásirnar líklega þær öflugustu sem gerðar hafa verið á borgina.

Bandaríski miðilinn CNN greinir frá en fréttamenn CNN eru í Mykolaiv. Að minnsta kosti einn lést og tveir særðust í eldflaugaárásunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.