Í dag gekk belgíski miðjumaðurinn Orel Mangala til liðs við félagið en hann kemur frá þýska liðinu Stuttgart.
Mangala er 24 ára gamall og hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Belgíu.
Welcome to Nottingham Forest, Orel Mangala.
— Nottingham Forest FC (@NFFC) July 31, 2022
#NFFC | #PL
Hann er tólfti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Forest í sumar en áður hafði liðið sótt Dean Henderson og Jesse Lingard frá Man Utd auk þess að fá Wayne Hennessey, Brandon Aguilera, Harry Toffolo, Lewis O´Brien, Omar Richards, Giulian Biancone, Moussa Niakhate, Neco Williams og Taiwo Awoniyi.
Nottingham Forest hefur leik í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi laugardag þegar liðið heimsækir Newcastle.