Innlent

Harmoníkkuhátíð á Borg í Grímsnesi alla helgina

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Friðjón Hallgrímsson, formaður Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, sem er mjög ánægður með hátíðina á Borg. Afmælisbarn dagsins í appelsínugulu úlpunni er þarna líka.
Friðjón Hallgrímsson, formaður Félags harmonikuunnenda í Reykjavík, sem er mjög ánægður með hátíðina á Borg. Afmælisbarn dagsins í appelsínugulu úlpunni er þarna líka. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikið stuð og stemming er á Borg í Grímsnesi um helgina þar sem harmonikkusnillingar landsins eru komnir saman til að skemmta sér og öðrum. Harmonikkuböll eru haldin á kvöldin í félagsheimilinu og þess á milli er spilað saman á tjaldsvæðinu. Einnig er spilað á sög á svæðinu og á saxófóna.

Það var góð stemming á svæðinu í dag þegar harmoníkuleikararnir og aðrir hljóðfæraleikarar voru komnir saman til að spila saman og hita upp fyrir kvöldið.

„Við höfum verið hér síðustu sex árin alltaf um verslunarmannahelgina. Mikil gleði og góð stemming enda einstaklega lífsglatt fólk á ferð. Það er verulega góður hópur hér á hverju ári, sem hefur gaman af því að hittast og gera eitthvað saman, dansa, syngja, tala saman og fá sér aðeins neðan í því jafnvel,“ segir Friðjón Hallgrímsson, formaður Félags harmonikuunnenda í Reykjavík.

Einn úr hópnum spilar á sögu og gerir það listavel.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það var afmælisdrengur í hópnum, Bjarni Rúnar Þórðarson, og að sjálfsögðu fékk hann afmælissönginn sinn frá hljóðfæraleikurunum.

Einn úr hópnum spilar á sögu og gerir það listavel. Sumir taka upp á því að dans á grasflötinni um leið og tónlistinn ómar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×