Ekkert ofbeldi á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 12:08 Þjóðhátíðarhöld fóru nokkuð vel fram í gærkvöldi og nótt, að mati lögreglu. Vísir/Vilhelm Ekkert ofbeldisbrot rataði inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Lögregla segir þjóðhátíðarhöld hafa farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega. Á Akureyri var nóttin rólegri en oft áður en mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík. Þrátt fyrir að mikill fjöldi sé saman kominn í Vestmannaeyjum til að halda upp á þjóðhátíð var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Lögreglustjórinn segir það ánægjulegt. „Það sem ber auðvitað hæst er að það eru í raun engin ofbeldisbrot sem komu inn á borð hjá lögreglu síðasta sólarhringinn, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tólf einstaklingar voru lærðir fyrir fíkniefnabrot. Í einu tilfelli var lagt hald á talsvert magn fíkniefna, en önnur mál voru talin minniháttar. Þá var einn kærður fyrir ölvunarakstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Grímur segir að það sé nokkuð óvanalegt fyrir þjóðhátíðarhelgina að lögregla fái engin ofbeldismál inn á sitt borð. „Það er auðvitað svo sem þekkt að menn eru að kítast og takast á þegar færist fjör í leikinn.“ Óhætt sé að segja að minna hafi verið að gera en oft áður á föstudeginum á þjóðhátið. „Þetta bara fer rosa vel af stað og mjög ánægjulegt í rauninni. En þetta er bara rétt að byrja og maður reynir nú að vera rólegur,“ segir Grímur. Grímur Hergeirsson er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Skjáskot Nokkuð prúðmannlegt á Akureyri Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. „Það var svona tiltölulega rólegt, svona miðað við oft áður um þessa helgi. Gærdagurinn og nóttin var svona á köflum erilsöm en svo sem ekkert stórt hjá okkur,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hafi þó brugðist við hópamyndun fyrir utan Sjallann, en tekist hafi að leysa úr því áður en til slagsmála kom. Eins brutust út slagsmál á ráðhústorgi, auk þess sem ráðist var á dyravörð. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu ekki aldur til áfengisneyslu. „Svona heilt yfir má kannski segja að menn hafi verið að skemmta sér svona prúðmannlega, en það var talsverð ölvun eða vímuefnanotkun.“ Sjö gistu fangageymslur í bænum Þó margir séu á faraldsfæti um helgina og haldi í átt frá Reykjavík var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar þar var mikið um ölvun og óspektir í nótt, en sjö gistu fangageymslur lögreglunnar. Þeirra ám eðal var kona sem kastað hafði öli yfir dyraverði skemmtistaðar. Þegar lögregla hafi svo ætlað að ræða við hana hafi hún misst stjórn á skapi sínu og ítrekað reynt að sparka í og bíta lögreglumenn. Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar, en dyraverðir voru með hann í taki þegar lögreglu bar að garði. Eins var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu, þar sem sex til sjö manns tókust á. Mannskapurinn hafi þó róast þegar lögreglu bar að garði. Lögreglumál Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Þrátt fyrir að mikill fjöldi sé saman kominn í Vestmannaeyjum til að halda upp á þjóðhátíð var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Lögreglustjórinn segir það ánægjulegt. „Það sem ber auðvitað hæst er að það eru í raun engin ofbeldisbrot sem komu inn á borð hjá lögreglu síðasta sólarhringinn, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tólf einstaklingar voru lærðir fyrir fíkniefnabrot. Í einu tilfelli var lagt hald á talsvert magn fíkniefna, en önnur mál voru talin minniháttar. Þá var einn kærður fyrir ölvunarakstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Grímur segir að það sé nokkuð óvanalegt fyrir þjóðhátíðarhelgina að lögregla fái engin ofbeldismál inn á sitt borð. „Það er auðvitað svo sem þekkt að menn eru að kítast og takast á þegar færist fjör í leikinn.“ Óhætt sé að segja að minna hafi verið að gera en oft áður á föstudeginum á þjóðhátið. „Þetta bara fer rosa vel af stað og mjög ánægjulegt í rauninni. En þetta er bara rétt að byrja og maður reynir nú að vera rólegur,“ segir Grímur. Grímur Hergeirsson er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Skjáskot Nokkuð prúðmannlegt á Akureyri Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. „Það var svona tiltölulega rólegt, svona miðað við oft áður um þessa helgi. Gærdagurinn og nóttin var svona á köflum erilsöm en svo sem ekkert stórt hjá okkur,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hafi þó brugðist við hópamyndun fyrir utan Sjallann, en tekist hafi að leysa úr því áður en til slagsmála kom. Eins brutust út slagsmál á ráðhústorgi, auk þess sem ráðist var á dyravörð. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu ekki aldur til áfengisneyslu. „Svona heilt yfir má kannski segja að menn hafi verið að skemmta sér svona prúðmannlega, en það var talsverð ölvun eða vímuefnanotkun.“ Sjö gistu fangageymslur í bænum Þó margir séu á faraldsfæti um helgina og haldi í átt frá Reykjavík var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar þar var mikið um ölvun og óspektir í nótt, en sjö gistu fangageymslur lögreglunnar. Þeirra ám eðal var kona sem kastað hafði öli yfir dyraverði skemmtistaðar. Þegar lögregla hafi svo ætlað að ræða við hana hafi hún misst stjórn á skapi sínu og ítrekað reynt að sparka í og bíta lögreglumenn. Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar, en dyraverðir voru með hann í taki þegar lögreglu bar að garði. Eins var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu, þar sem sex til sjö manns tókust á. Mannskapurinn hafi þó róast þegar lögreglu bar að garði.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53