Erlent

Nafn stúlkunnar sem var stungin til bana í Boston birt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tveir hafa verið handteknir í tengslum við málið.
Tveir hafa verið handteknir í tengslum við málið. EPA/CHRIS RADBURN

Stúlkan sem stungin var til bana í miðbæ Boston í Lincolnskíri í Bretlandi í gær heitir Lilia Valutyte. Hún var aðeins níu ára gömul og fannst látin á sjöunda tímanum í gærkvöldi. 

Lögreglan rannsakar andlát hennar sem morð og tveir hafa verið handteknir. Lögreglan hefur ekki viljað upplýsa um hvort þeir sem voru handteknir séu fullorðnir eða börn og vildu heldur ekki upplýsa á hvaða grundvelli þeim væri haldið í gæsluvarðhaldi. 

Lilia var af litháenskum uppruna en ekki kemur fram í frétt Sky um málið hvað fjölskylda hennar hafi verið búsett lengi í Bretlandi. Foreldrarnir hafa verið upplýstir um stöðu mála og réttargæslumaður hefur verið útnefndur þeim til stuðnings. 

Stóru svæði hefur verið lokað í miðbæ Boston vegna rannsóknar málsins og stóð gagnaöflun lögreglu enn yfir í morgun. Litlar upplýsingar hafa verið veittar um árásina og liggur lítið fyrir um aðdraganda hennar. Boston er í um 160 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Lundúnum. Um 70 þúsund búa á Boston-svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.