Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les. 
Erla Björg Gunnarsdóttir les. 

Í kvöldfréttum greinum við frá miklum hagnaði viðskiptabankanna þriggja sem skiluðu sameiginlegum afgangi upp á 32 milljarða á fyrra helmingi ársins. Formaður VR segir galið að kallað sé á hófsemi launafólks á sama tíma, sem að auki hafi orðið fyrir kaupmáttarskerðingu vegna mikillar verðbólgu og hækkunar á afborgunum húsnæðislána.

Við kíkjum á námskeið fyrir börn og ungmenni sem flúið hafa hingað til lands vegna stríðsins í Úkraínu. Þar hafa þau fengið útrás fyrir sköpunarþörfina og segjast hrífast mest af eldfjöllum, sundlaugunum og rjómaís á Íslandi.

Og við greinum einnig frá flótta fólks frá Íslandi. Því að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið til útlanda vegna skorts á þjónustu við börnin þeirra á Íslandi

Rússar afhenda nú aðeins 20 prósent af því gasi sem þeir hafa skuldbundið sig til að selja Evrópuríkjum. Úkraínuforseti segir í undirbúningi að útvega ríkjum Evrópu raforku. Nú þegar sé búið að tengja raforkukerfi landsins við álfuna.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×