Tekur sér leyfi en sver af sér ásakanirnar Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júlí 2022 06:29 Sturla B. Johnsen segist aldrei hafa brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Aðsend Sturla B. Johnsen, heimilislæknir og einn eigandi Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og félagsins Heilsuverndar, sver af sér ásakanir sem birtust í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu í síðustu viku. Hann segist aldrei hafa brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Í gær birtist frétt á DV um ásakanirnar en þær voru að hann hafi fengið sjúkling í kynlífsiðkanir með sér gegn hennar vilja og að hann hafi sýnt fram á óeðlilega hegðun gegn sjúkling við læknisheimsókn. DV sendi fyrirspurn á Heilsugæsluna í Urðarhvarfi en í svari framkvæmdastjóra kom fram að læknirinn hafi hafnað ásökununum en óskað eftir því að fara í leyfi. Sturla var ekki nafngreindur í frétt DV en í ummælakerfinu undir ásökununum var hann nafngreindur. „Ég vil byrja á því að taka hér fram að ég hef aldrei brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Aldrei. Né hef ég nýtt starf mitt sem læknir til að brjóta á eða misnotaða aðstöðu mína á nokkurn hátt gegn sjúklingum mínum eða öðrum einstaklingum. Aldrei,“ segir í yfirlýsingu Sturlu sem send var á fjölmiðla í gær. Hann viðurkennir þó að hann hefði mátt vera nærgætnari í orðavali við konur „því það er ekki fullorðnum karlmanni sæmandi að ávarpa allar konur til dæmis sem prinsessur eða kalla þær elskulegar,“ líkt og segir í yfirlýsingunni. Hann segist ætla að vanda orðaval sitt í framtíðinni og biður þær konur sem hann hefur sært blygðunarkennd hjá afsökunar. Hann segir mikla ábyrgð vera fólgna í því að eiga í samskiptum við aðra manneskju í starfi og lífinu en það fylgi einnig mikil ábyrgð í að bera aðra manneskju þungum sökum á samfélagsmiðlum. Hann segist ekki hafa neitt að fela. „Af virðingu við fyrirtækið sem ég hef ásamt öðrum lagt hart að mér að byggja upp og einnig af virðingu við það góða fólk sem þar vinnur og þangað sækir ákvað ég að taka mér leyfi frá störfum. Það erfiða skref tek ég vitandi að ég hef aldrei gerst sekur um þær þungu sakir sem á mig eru bornar. Aldrei.“ MeToo Heilsugæsla Kynferðisofbeldi Kópavogur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Í gær birtist frétt á DV um ásakanirnar en þær voru að hann hafi fengið sjúkling í kynlífsiðkanir með sér gegn hennar vilja og að hann hafi sýnt fram á óeðlilega hegðun gegn sjúkling við læknisheimsókn. DV sendi fyrirspurn á Heilsugæsluna í Urðarhvarfi en í svari framkvæmdastjóra kom fram að læknirinn hafi hafnað ásökununum en óskað eftir því að fara í leyfi. Sturla var ekki nafngreindur í frétt DV en í ummælakerfinu undir ásökununum var hann nafngreindur. „Ég vil byrja á því að taka hér fram að ég hef aldrei brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi. Aldrei. Né hef ég nýtt starf mitt sem læknir til að brjóta á eða misnotaða aðstöðu mína á nokkurn hátt gegn sjúklingum mínum eða öðrum einstaklingum. Aldrei,“ segir í yfirlýsingu Sturlu sem send var á fjölmiðla í gær. Hann viðurkennir þó að hann hefði mátt vera nærgætnari í orðavali við konur „því það er ekki fullorðnum karlmanni sæmandi að ávarpa allar konur til dæmis sem prinsessur eða kalla þær elskulegar,“ líkt og segir í yfirlýsingunni. Hann segist ætla að vanda orðaval sitt í framtíðinni og biður þær konur sem hann hefur sært blygðunarkennd hjá afsökunar. Hann segir mikla ábyrgð vera fólgna í því að eiga í samskiptum við aðra manneskju í starfi og lífinu en það fylgi einnig mikil ábyrgð í að bera aðra manneskju þungum sökum á samfélagsmiðlum. Hann segist ekki hafa neitt að fela. „Af virðingu við fyrirtækið sem ég hef ásamt öðrum lagt hart að mér að byggja upp og einnig af virðingu við það góða fólk sem þar vinnur og þangað sækir ákvað ég að taka mér leyfi frá störfum. Það erfiða skref tek ég vitandi að ég hef aldrei gerst sekur um þær þungu sakir sem á mig eru bornar. Aldrei.“
MeToo Heilsugæsla Kynferðisofbeldi Kópavogur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira