Fótbolti

Ekkert til í því að Ronaldo sé á leið til Atlético Madrid

Hjörvar Ólafsson skrifar
Cristiano Ronaldo er ekki á leið til Atlético Madrid að sögn forseta félagsins. 
Cristiano Ronaldo er ekki á leið til Atlético Madrid að sögn forseta félagsins.  Vísir/Getty

Enrique Cerezo, forseti spænska fótboltafélagsins Atlético Madrid, segir ekkert til í þeim sögusögnum að portúgalski landsliðsframherjinn Cristiano Ronaldo sé á leið til félagsins.

„Ég veit ekki hver bjó til söguna um að Cristiano Ronaldo væri að koma í herbúðir Atlético Madrid. Það er klárlega ekki satt," sagið Cerezo í samtali við COPE.  

„Það er í raun ómögulegt fyrir Ronaldo að koma til Atlético Madrid," sagði forsetinn enn fremur. Þar er hann líklega að lægja óánægjuraddir stuðningsmanna Madrídarfélagsins sem spruttu upp í kjölfar þess að fregnir um möguleg vistaskipti Portúgalans til Atlético Madrid. 

Ronaldo fundaði með Erik ten Hag, knattspyrnustjóra Mancester United, í dag um framtíð sína hjá félaginu. Hollendingurinn hefur sagt opinberlega eftir að hann tók við liðinu í upphafi sumars að hann vilji halda Ronaldo á Old Trafford. 

Þá fundaði Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldos, og teymið í kringum hann með stjórn Manchester United. Ekki er vitað hver niðurstaðan varð af þeim fundarhöldum. Ronaldo hefur ekkert æft eða spilað með Manchester United á undirbúningstímabilinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×