Erlent

Tekinn af lífi fyrir að kveikja í fyrr­verandi eigin­konu sinni í beinu streymi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maðurinn er hann var leiddur fyrir dómara.
Maðurinn er hann var leiddur fyrir dómara. China Central Television

Kínverskur karlmaður var í gær tekinn af lífi í heimalandi sínu fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu sína með því að hella yfir hana bensíni og kveikja í henni. Konan var í beinu streymi þegar morðið átti sér stað.

Þau skildu í júní árið 2020 vegna þess að maðurinn beitti konuna ofbeldi en þremur mánuðum seinna átti morðið sér stað. Samkvæmt CNN hafði maðurinn þá reynt í dágóðan tíma að fá konuna til að giftast sér aftur en hún hafði lítinn áhuga á því.

Atvikið átti sér stað í Sichuan-héraði og en konan starfaði sem streymari (e. streamer). Hún var í beinu streymi þegar fyrrverandi eiginmaður hennar birtist fyrir aftan hana, hellir yfir hana bensíni og kveikir í henni. Hún lést af sárum sínum tveimur vikum seinna.

Maðurinn var handtekinn stuttu eftir árásina og dæmdur til dauða í október á síðasta ári. Það var síðan í gær sem dómnum var framfylgt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×