Innlent

Ekki til­efni til að grípa til harðari að­gerða vegna apa­bólu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna apabólu.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna apabólu. Vísir/Vilhelm

Ekki er tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólunnar að mati sóttvarnalæknis. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti í gær yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna sjúkdómsins. 

„Þetta breytir í sjálfu sér ekki þeim viðbrögðum sem við erum með hér. Það sem við erum að gera hér í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið að mælast til. Við erum að vinna með grasrótarsamtökum og erum að vinna með þessa hvatningu og benda á í hverju áhættan felst í því að smitast,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Hingað komi bóluefni í haust sem gefið verður þeim sem eru í mestri áhættu og byrjað á þeim sem eru þegar í fyrirbyggjandi meðferð gegn HIV. Bólusett verður uppi á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum.

„Við erum að fá bóluefni þessa fjörutíu skammta og það verður kannski erfitt að útdeila þeim alveg á réttlátan máta en það er mikilvægt að byrja að bólusetja sem fyrst og síðan fáum við í framhaldi af því 1400 skammta sem er búið að lofa okkkur frá Evrópusamabandinu. Ég vona bara að þeir komi fljótlega,“ segir Þórólfur. 

„Við munum beina sjónum okkar að [þeim sem eru í fyrirbyggjandi meðferð við HIV] fyrst og teljum að þeir séu kannski í mestri áhættu af að smitast. Það getur vel komið til að það þurfi að útvíkka það eitthvað, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. 

Ekki sé ástæða til að grípa til hertra aðgerða.

„Það er ekki ástæða til í sjálfu sér til að beita einhverjum lokunum eða takmörkunum, ekki á þessu stigi. Ég held við ættum að geta náð þessu, alla vega látið á það reyna fyllilega fyrst og sem betur fer er þetta ekki alvarlegur sjúkdómur, þannig að fólk er ekki að veikjast alvarlega. Þeir níu sem hafa veikst hér hafa ekki veikst alvarlega og geta verið heima en þetta getur verið mjög hvimleiður sjúdómur.“


Tengdar fréttir

Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí

Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.