Innlent

Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ekki munu allir fá bóluefni sem vilja.
Ekki munu allir fá bóluefni sem vilja. EPA-EFE/ABIR SULTAN

Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health.

Skammtarnir eru fjórtán hundruð talsins að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samningur um kaup á bóluefninu var undirritaður fyrir skömmu.

Gert er ráð fyrir að bólusetning verði boðin þeim sem verða útsettir fyrir apabólu, sérstaklega einstaklingum með undirliggjandi ónæmisbælingu og þá stendur bólusetningin heilbrigðisstarfsfólki til boða.

Bóluefni getur veitt einstaklingi vernd sem hefur orðið útsettur fyrir smiti ef það er gefið fyrstu daga eftir útsetningu.

Úthlutun skammtanna er í hlutfallslegu samræmi við íbúafjölda hverrar þjóðar.

Alls hafa fjórir greinst með apabóluna hér á landi.


Tengdar fréttir

Segir viðbúið að fleiri greinist en óttast ekki sprengingu

Þriðja tilfelli apabólunnar hefur nú greinst hér á landi en sóttvarnalæknir segir viðbúið að fleiri tilfelli komi upp. Fyrstu tvö sýnin hafa ekki enn verið send út til greiningar þar sem apabóla er í flokk með sýkingavöldum sem gætu nýst í hernaði og sendingar bundnar ströngum reglum. Vonir eru bundnar við að hægt verði að senda þau út í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.