Erlent

Hand­tekinn fyrir að hjálpa gyðingi að komast til Mec­ca

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kaaba-steininn er staðsettur i Masjid al-Haram-moskunni í Mecca.
Kaaba-steininn er staðsettur i Masjid al-Haram-moskunni í Mecca. EPA/Ashraf Amra

Sádiarabískur karlmaður var í dag handtekinn fyrir að aðstoða ísraelskan fréttamann við að komast inn í heilögu borgina Mecca. Einungis múslimar mega fara inn í borgina.

Gil Tamary, fréttamaður hjá ísraelsku sjónvarpsstöðinni Channel 13, er gyðingur en var mjög forvitinn um hvernig það væri að vera í heilögu borginni Mecca. Hann sýndi tíu mínútna þátt í vikunni um ferð sína til borgarinnar. Sádiarabískur maður var í kjölfarið handtekinn talinn hafa skipulagt ferð Tamary.

Í þættinum kom það skýrt fram að Tamary vissi að hann mætti ekki fara inn í borginna og að hann væri að brjóta lög. Hann verður þó ekki handtekinn þar sem hann var kominn heim til Ísrael þegar þátturinn var sýndur.

Yfirmenn Channel 13 hafa beðist afsökunar á þættinum en samkvæmt fréttastofu AP eru yfirvöld í Ísrael sátt með afsökunarbeiðnina.

Borgin Mecca er heilagasta borg múslima en þar er til að mynda Kaaba-steininn sem staðsettur er inni í Masjid al-Haram-moskunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×