Erlent

Fundu hundrað milljón ára gömul risa­eðlu­fót­spor

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fótsporið fræga. Það er vel varðveitt þrátt fyrir að risaeðlurnar hafi gengið þarna um fyrir hundrað milljón árum síðan.
Fótsporið fræga. Það er vel varðveitt þrátt fyrir að risaeðlurnar hafi gengið þarna um fyrir hundrað milljón árum síðan. Lida Xing/Facebook

Steingervingafræðingar í Sichuan-héraði í Kína hafa tilkynnt að spor sem fundust fyrir utan veitingastað í bænum Leshan séu eftir risaeðlur. Talið er að risaeðlurnar hafi skilið fótsporinn eftir fyrir hundrað milljón árum síðan.

Það var einstaklingur sem hafði borðað á veitingastaðnum sem tilkynnti yfirvöldum að tvær holur fyrir utan staðinn gætu verið fótspor eftir risaeðlur. Eftir greiningu staðfestu steingervingafræðingar grun mannsins en fótsporin eru eftir tegund graseðlu (e. Sauropod) sem var uppi fyrir hundrað milljón árum síðan.

Eðlurnar sem skildu sporin eftir voru um átta metrar að lengd en graseðlur sem þessar voru svo þungar að jörðin skalf þegar eðlan gekk um.

„Það er ekki algengt að finna steingervinga í borginni því það er allt úti í byggingum,“ hefur CNN eftir Lida Xing, steingervingafræðingi. Hún tók þátt í að greina sporin í Leshan.

Áður en veitingastaðurinn var byggður var þar kjúklingabú. Því voru fótsporin vel falin og varðveitt undir mold og sandi. Moldin og sandurinn voru fjarlægð í fyrra þegar veitingastaðurinn opnaði og sást fótsporið fyrst þá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×