Erlent

Daníel neitar að hafa myrt bekkjar­systur sína

Árni Sæberg skrifar
Daníel var handtekinn af lögreglunni í Kaliforníu í maí á síðasta ári. Myndin tengist fréttinni ekki neitt.
Daníel var handtekinn af lögreglunni í Kaliforníu í maí á síðasta ári. Myndin tengist fréttinni ekki neitt. Sarah Reingewirtz/getty

Daníel Gunnarsson, 22 ára gamall Íslendingur, neitaði sök þegar mál hans var þingfest í Kern-sýslu í Kaliforníu í gær. Hann sætir ákæru fyrir að hafa myrt fyrrverandi bekkjarsystur sína og limlest lík hennar.

Að morgni dags 18. maí í fyrra fannst Daníel Gunnarsson í bílskúr á heimili stjúpföður síns í Ridgecrest með lík Katie Pham, 21 árs stúlku, við hlið sér. Samkvæmt dómsgögnum sem fréttastofa 17 News hefur undir höndum voru buxur, hendur og háls Daníels útataðar í blóði.

Að mati réttarmeinafræðings var Pham stungin til bana en hún var með fjölda stunguáverka á líkama og höfði. Talið er að Daníel hafi notað ísnál við verknaðinn.

Daníel var handtekinn á staðnum og játaði fyrir lögreglumönnum að hafa orðið Pham að bana.

Fréttablaðið hefur hins vegar eftir Sally Garcia, stað­gengli sak­sóknara í Kern-sýslu, að Daníel hafi neitað sök þegar mál hans var tekið fyrir í gær.

Að sögn Fréttablaðsins var upphaflega úrskurðað að Daníel skyldi vistaður á viðeigandi stofnun. Á dögunum hafi geðlæknir metið það svo að Daníel væri reiðubúinn til að svara til saka. Því hafi mál hans verið tekið upp á ný.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×