Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Íþróttadeild skrifar 18. júlí 2022 21:50 Glódís Perla eftir leik dagsins. Alex Livesey/Getty Images Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. Malard skoraði markaði eftir að hafa gefið hælsendingu á Matéo sem fann Malard aftur í hlaupinu en íslenska vörnin virtist hreinlega ekki vera mætt til leiks á þeim tímapunkti. Fleiri lögleg mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma, en Frakkar náðu þó að setja boltann tvisvar í netið en jafn oft voru mörkin dæmd af, réttilega. Fyrst eftir rangstöðu og svo hendi. Ísland varði drjúgum tíma í vörn í þessum leik en átti þó sín færi. Sveindís Jane skallaði í slá eftir hornspyrnu en færi Íslands voru því miður ekki mjög afgerandi í kvöld og Frakkar töluvert sterkari aðilinn og mun meira með boltann. Það mæddi mikið á vörn Íslands í kvöld og bar Glódís Perla af þar, að hinum varnarmönnunum ólöstuðum. Í uppbótartíma seinni hálfleiks fengu Íslendingar svo vítaspyrnu, sem dæmd var löngu eftir brotið eftir skilaboð úr VAR herberginu. Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn og skoraði af öryggi. Fleira gerðist ekki í þessum leik þar sem dómarinn flautaði leikinn af áður en Frakkar náðu að taka miðju, en þá voru 12 mínútur komnar í uppbótartíma, eftir tvö löng stopp eftir að 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Þar sem Belgar lögðu Ítalíu í hinum leik kvöldsins í riðlinum eru Íslendingar úr leik, taplausar. Byrjunarlið Markvörður: Sandra Sigurðardóttir 7 Greip oft vel inn í, þá sérstaklega í fyrirgjöfum Frakkanna. Hefði mögulega átt að gera betur í markinu sem Frakkar skoruðu en heilt yfir traust frammistaða hjá Söndru í kvöld. Hægri bakvörður: Guðný Árnadóttir 6 Frakkarnir sóttu mikið upp kantinn hjá Guðnýju sem stóð sína vakt með ágætum. Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir 5 Lítt áberandi í leiknum nema í föstum leikaatriðum. Hefur oft átt betri leiki í íslenska búningnum. Miðvörður: Glódís Perla Viggósdóttir 7 Flott frammistaða hjá Glódísi í kvöld. Stoppaði urmul af sóknum Frakka og var hárbreidd frá því að skora í uppbótartíma. Besti leikmaður Ísland í kvöld. Miðvörður: Ingibjörg Sigurðardóttir 6 Sterk innkoma hjá Ingibjörgu sem lét Frakkana finna vel fyrir sér. Henti sér fyrir ófáa bolta og var mjög vinnusöm. Hefði stundum mátt vera rólegri á boltanum í uppspilinu. Miðjumaður: Dagný Brynjarsdóttir 7 Virkaði svolítið týnd á köflum gegn öflugri miðju Frakka. Ógnandi að vanda í föstum leikatriðum og kláraði leikinn með góðu marki. Miðjumaður: Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði) 7 Sennilega besti leikur Söru á mótinu. Miklu ferskari í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. Augljóst að Frakkarnir lögðu mikla áherslu á að stoppa hana og gáfu henni ekki mikið pláss til að vinna með. Nálægt því að skora með skalla áður en hún var tekin útaf. Miðjumaður: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 7 Skilaði mikillli vinnu í kvöld, þá sjaldan sem hún fékk úr einhverju að moða. Líflegust Íslendinga fram á við. Hægri kantur: Sveindís Jane Jónsdóttir 5 Ógnandi eins og alltaf en gat ekki klárað leikinn, virtist vera meidd í læri. Henti í algjört dauðafæri í byrjun þegar hún skallaði í slá, mögulega besta færi Íslands í leiknum. Ísland saknaði meira framlags frá Sveindísi í kvöld. Vinstri kantur: Agla María Albertsdóttir 5 Agla virkaði oft hálf hrædd við Frakkana og náði sér aldrei almennilega á strik í kvöld. Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 Átti tvö virkilega góð færi sem hún náði ekki að nýta. Mokaði boltanum yfir í dauðafæri eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik og skaut svo framhjá úr góðu skotfæri í seinni. Varamenn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 6 - Kom inn fyrir Hallberu Guðnýju á 60. mínútu. Skilaði ágætis framlagi án þess að hafa afgerandi áhrif á leikinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 6 - Kom inn fyrir Söru Björk á 60. mínútu. Flott innkoma hjá Gunnhildi. Barðist eins og ljón eins og alltaf og nældi í vítaspyrnuna. Svava Rós Guðmundsdóttir 6 - Kom inn fyrir Sveindísi Jane á 60. mínútu. Náði frábærum spretti en síðasta sendingin klikkaði. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Öglu Maríu á 82. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Elín Metta Jensen kom inn á fyrir Guðnýju Árna á 88. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Twitter um leikinn við Frakka | Takk stelpur Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Malard skoraði markaði eftir að hafa gefið hælsendingu á Matéo sem fann Malard aftur í hlaupinu en íslenska vörnin virtist hreinlega ekki vera mætt til leiks á þeim tímapunkti. Fleiri lögleg mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma, en Frakkar náðu þó að setja boltann tvisvar í netið en jafn oft voru mörkin dæmd af, réttilega. Fyrst eftir rangstöðu og svo hendi. Ísland varði drjúgum tíma í vörn í þessum leik en átti þó sín færi. Sveindís Jane skallaði í slá eftir hornspyrnu en færi Íslands voru því miður ekki mjög afgerandi í kvöld og Frakkar töluvert sterkari aðilinn og mun meira með boltann. Það mæddi mikið á vörn Íslands í kvöld og bar Glódís Perla af þar, að hinum varnarmönnunum ólöstuðum. Í uppbótartíma seinni hálfleiks fengu Íslendingar svo vítaspyrnu, sem dæmd var löngu eftir brotið eftir skilaboð úr VAR herberginu. Dagný Brynjarsdóttir fór á punktinn og skoraði af öryggi. Fleira gerðist ekki í þessum leik þar sem dómarinn flautaði leikinn af áður en Frakkar náðu að taka miðju, en þá voru 12 mínútur komnar í uppbótartíma, eftir tvö löng stopp eftir að 90 mínútur voru komnar á klukkuna. Þar sem Belgar lögðu Ítalíu í hinum leik kvöldsins í riðlinum eru Íslendingar úr leik, taplausar. Byrjunarlið Markvörður: Sandra Sigurðardóttir 7 Greip oft vel inn í, þá sérstaklega í fyrirgjöfum Frakkanna. Hefði mögulega átt að gera betur í markinu sem Frakkar skoruðu en heilt yfir traust frammistaða hjá Söndru í kvöld. Hægri bakvörður: Guðný Árnadóttir 6 Frakkarnir sóttu mikið upp kantinn hjá Guðnýju sem stóð sína vakt með ágætum. Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir 5 Lítt áberandi í leiknum nema í föstum leikaatriðum. Hefur oft átt betri leiki í íslenska búningnum. Miðvörður: Glódís Perla Viggósdóttir 7 Flott frammistaða hjá Glódísi í kvöld. Stoppaði urmul af sóknum Frakka og var hárbreidd frá því að skora í uppbótartíma. Besti leikmaður Ísland í kvöld. Miðvörður: Ingibjörg Sigurðardóttir 6 Sterk innkoma hjá Ingibjörgu sem lét Frakkana finna vel fyrir sér. Henti sér fyrir ófáa bolta og var mjög vinnusöm. Hefði stundum mátt vera rólegri á boltanum í uppspilinu. Miðjumaður: Dagný Brynjarsdóttir 7 Virkaði svolítið týnd á köflum gegn öflugri miðju Frakka. Ógnandi að vanda í föstum leikatriðum og kláraði leikinn með góðu marki. Miðjumaður: Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði) 7 Sennilega besti leikur Söru á mótinu. Miklu ferskari í kvöld en í fyrstu tveimur leikjunum. Augljóst að Frakkarnir lögðu mikla áherslu á að stoppa hana og gáfu henni ekki mikið pláss til að vinna með. Nálægt því að skora með skalla áður en hún var tekin útaf. Miðjumaður: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 7 Skilaði mikillli vinnu í kvöld, þá sjaldan sem hún fékk úr einhverju að moða. Líflegust Íslendinga fram á við. Hægri kantur: Sveindís Jane Jónsdóttir 5 Ógnandi eins og alltaf en gat ekki klárað leikinn, virtist vera meidd í læri. Henti í algjört dauðafæri í byrjun þegar hún skallaði í slá, mögulega besta færi Íslands í leiknum. Ísland saknaði meira framlags frá Sveindísi í kvöld. Vinstri kantur: Agla María Albertsdóttir 5 Agla virkaði oft hálf hrædd við Frakkana og náði sér aldrei almennilega á strik í kvöld. Framherji: Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 Átti tvö virkilega góð færi sem hún náði ekki að nýta. Mokaði boltanum yfir í dauðafæri eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik og skaut svo framhjá úr góðu skotfæri í seinni. Varamenn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 6 - Kom inn fyrir Hallberu Guðnýju á 60. mínútu. Skilaði ágætis framlagi án þess að hafa afgerandi áhrif á leikinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 6 - Kom inn fyrir Söru Björk á 60. mínútu. Flott innkoma hjá Gunnhildi. Barðist eins og ljón eins og alltaf og nældi í vítaspyrnuna. Svava Rós Guðmundsdóttir 6 - Kom inn fyrir Sveindísi Jane á 60. mínútu. Náði frábærum spretti en síðasta sendingin klikkaði. Amanda Andradóttir - Kom inn fyrir Öglu Maríu á 82. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Elín Metta Jensen kom inn á fyrir Guðnýju Árna á 88. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Twitter um leikinn við Frakka | Takk stelpur Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Mest lesið Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Sjá meira
Twitter um leikinn við Frakka | Takk stelpur Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn