Erlent

Tveir látnir í Gana vegna Mar­burg veirunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Engin lækning er til við Marburg veirunni.
Engin lækning er til við Marburg veirunni. Getty/Hailshadow

Yfirvöld í Afríkuríkinu Gana hafa staðfest að tveir hafi nú látist í landinu af völdum Marburg veirunnar svokölluðu, en hún er afar smitandi sjúkdómur í ætt við Ebólu.

Báðir sjúklingarnir létust á sjúkrhúsi í Ashanti héraði fyrir nokkru en niðurstöður krufninga liggja nú fyrir og staðfesta að um Marburg veiruna hafi verið að ræða. Tæplega hundrað manns eru nú í einangrun vegna ótta við að veiran hafi náð að breiðast út en engin lækning er til við Marburg veirunni. Þetta kemur fram á vef BBC.

Veiran kemst í fólk frá ávaxtaleðurblökum og smitast svo milli manna með líkamsvessum. Veiran er oft banvæn en henni fylgir mikill hausverkur og hiti, vöðvaverkir og blæðingar. Veiran hefur af og til skotið upp kollinum í nokkrum Afríkuríkjum en hún uppgötvaðist fyrst í Þýskalandi árið 1967 þar sem sjö létu lífið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×