Íslenski boltinn

Sigurður Hrannar aftur heim á Skagann

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fá liðsstyrk
Fá liðsstyrk Vísir/Diego

Skagamenn hafa sótt heimamann til liðs við sig úr Gróttu.

Sigurður Hrannar Þorsteinsson er genginn aftur til liðs við ÍA eftir rúmlega eins árs veru á Seltjarnarnesi, þar sem hann var fyrst að láni frá ÍA og gerði svo samning við Gróttu síðastliðið haust.

Þessi 22 ára gamli sóknarmaður hefur skorað sjö mörk í þrettán leikjum í deild og bikar með Gróttu í sumar.

Hann spilaði fimmtán leiki með Skagamönnum í efstu deild sumarið 2020 og skoraði eitt mark.

ÍA er í miklum vandræðum í Bestu deildinni þar sem liðið er í neðsta sæti og hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.