Innlent

Sigríður ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar

Árni Sæberg skrifar
Sigríður Ingvarsdóttir tekur við störfum bæjarstjóra Fjallabyggðar að loknum sumarleyfum.
Sigríður Ingvarsdóttir tekur við störfum bæjarstjóra Fjallabyggðar að loknum sumarleyfum. Vísir/Vilhelm

Sigríður Ingvarsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Sigríður var valin úr hópi fjórtán umsækjenda en átta umsækjendur höfðu dregið umsókn sína til baka, að því er segir í fréttatilkynningu frá bæjarstjórn Fjallabyggðar.

Sigríður er fyrrverandi forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.Hún hefur setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og setið í bæjarstjórn á árum áður.

Hún er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands og diploma í opinberri stjórnsýslu. Þá er hún með víðtæka reynslu af starfi með frumkvöðlum og fyrirtækjum, hefur setið í fjölmörgum stjórnum, nefndum, ráðum og starfshópum og sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir hin ýmsu ráðuneyti.

Sigríður segist bæði stolt og þakklát fyrir það traust sem bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur sýnt henni með þessari ráðningu. ,,Ég er full tilhlökkunar að flytja norður í þetta blómlega og fjölskylduvæna byggðarlag og takast á við þau spennandi verkefni sem framundan eru, í samstarfi við öfluga bæjarstjórn og starfsfólk Fjallabyggðar,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×