Ekki fúl út í Reykjavíkurborg eftir mánaðar aðskilnað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 21:43 Nóra er ánægð að vera komin heim. Stöð 2 Gleðifundir voru á heimili í Vesturbænum í gær þegar kötturinn Nóra kom aftur heim eftir að hafa verið numin á brott fyrir mánuði. Eigandinn segist alltaf hafa vitað að Nóra kæmi aftur heim - sama hversu langan tíma það tæki. Það vakti talsverða athygli þegar leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir greindu frá því að Reykjavíkurborg hafi týnt kettinum þeirra, henni Nóru. Dýraþjónustan hafði þá fjarlægt köttinn af heimili þeirra í Vesturbænum eftir kvörtun frá nágranna um að Nóra væri ítrekað að kúka í beðið hennar. Þau auglýstu strax eftir Nóru á samfélagsmiðlum og hófst þá leitin. „Ég hélt einhvern veginn að stærsti vandinn væri að finna hana en komst síðan að því að stærsti vandinn væri að ná henni,“ segir Guðmundur. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði. Hún var þó ekki alveg týnd en Guðmundur og Þuríður vissu að hún héldi sig við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum, þaðan sem hún týndist. Það var þó hægara sagt en gert að ná henni. Guðmundur Felixson er einn eigenda Nóru.Stöð 2 Byrjar að mjálma mikið við og við „Við reyndum að fara og ná henni, náðum að klappa henni alveg tvisvar eða eitthvað, en bara náðum aldrei að fanga hana í búr vegna þess að hún var orðin bara logandi hrædd og hljóp í burtu um leið og hún sá búr,“ segir Guðmundur. Síðastliðnar tvær vikur reyndu þau, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar, að ná í Nóru en ekkert gekk, fyrr en í gær þegar hún komst loksins heim. Guðmundur segir að henni heilsist merkilega vel. „Svona við og við þá byrjar hún að mjálma mikið og ég held að það sé eitthvað svona PTSD, að hún haldi enn þá að hún sé týnd eða eitthvað, en svo lætur hún klappa sér og þá verður allt í lagi,“ segir hann. Tímabundinn inniköttur Við tekur ágætis hvíld hjá Nóru og verður hún inni um nokkuð skeið. Þá segir Guðmundur að þau ætli að reyna að koma til móts við nágrannann og venja Nóru af því að kúka í beðið. Þrátt fyrir allt segir hann að þau séu ekki ósátt við borgina eftir þessa lífsreynslu, þó þau hafi verið brjáluð í upphafi. „Við erum ekkert fúl út í Reykjavíkurborg eða neinn hjá dýraþjónustunni, við vonum bara að allir læri eitthvað af þessu,“ segir Guðmundur. Þannig það er bara gott að málið fékk farsælan endi og Nóra komst aftur heim? „Við vissum alltaf að hún myndi komast heim einhvern tímann. En já, það er gott að hún sé komin aftur til okkar,“ segir hann. Dýr Gæludýr Reykjavík Kettir Tengdar fréttir Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Það vakti talsverða athygli þegar leikararnir Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir greindu frá því að Reykjavíkurborg hafi týnt kettinum þeirra, henni Nóru. Dýraþjónustan hafði þá fjarlægt köttinn af heimili þeirra í Vesturbænum eftir kvörtun frá nágranna um að Nóra væri ítrekað að kúka í beðið hennar. Þau auglýstu strax eftir Nóru á samfélagsmiðlum og hófst þá leitin. „Ég hélt einhvern veginn að stærsti vandinn væri að finna hana en komst síðan að því að stærsti vandinn væri að ná henni,“ segir Guðmundur. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði. Hún var þó ekki alveg týnd en Guðmundur og Þuríður vissu að hún héldi sig við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum, þaðan sem hún týndist. Það var þó hægara sagt en gert að ná henni. Guðmundur Felixson er einn eigenda Nóru.Stöð 2 Byrjar að mjálma mikið við og við „Við reyndum að fara og ná henni, náðum að klappa henni alveg tvisvar eða eitthvað, en bara náðum aldrei að fanga hana í búr vegna þess að hún var orðin bara logandi hrædd og hljóp í burtu um leið og hún sá búr,“ segir Guðmundur. Síðastliðnar tvær vikur reyndu þau, ásamt starfsmönnum Reykjavíkurborgar, að ná í Nóru en ekkert gekk, fyrr en í gær þegar hún komst loksins heim. Guðmundur segir að henni heilsist merkilega vel. „Svona við og við þá byrjar hún að mjálma mikið og ég held að það sé eitthvað svona PTSD, að hún haldi enn þá að hún sé týnd eða eitthvað, en svo lætur hún klappa sér og þá verður allt í lagi,“ segir hann. Tímabundinn inniköttur Við tekur ágætis hvíld hjá Nóru og verður hún inni um nokkuð skeið. Þá segir Guðmundur að þau ætli að reyna að koma til móts við nágrannann og venja Nóru af því að kúka í beðið. Þrátt fyrir allt segir hann að þau séu ekki ósátt við borgina eftir þessa lífsreynslu, þó þau hafi verið brjáluð í upphafi. „Við erum ekkert fúl út í Reykjavíkurborg eða neinn hjá dýraþjónustunni, við vonum bara að allir læri eitthvað af þessu,“ segir Guðmundur. Þannig það er bara gott að málið fékk farsælan endi og Nóra komst aftur heim? „Við vissum alltaf að hún myndi komast heim einhvern tímann. En já, það er gott að hún sé komin aftur til okkar,“ segir hann.
Dýr Gæludýr Reykjavík Kettir Tengdar fréttir Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08 Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50 Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Nóra er fundin og komin heim Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið. 13. júlí 2022 20:08
Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. 14. júní 2022 19:50
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23