Segir leikmenn Man Utd í betra standi en áður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 16:46 Marcus Rashford, leikmaður Man United. Anusak Laowilas/Getty Images Marcus Rashford segir leikmenn Manchester United í betra standi eftir að Erik ten Hag tók við sem þjálfari liðsins. Rashford vonast til að koma inn í tímabilið á fleygiferð en framherjinn átti vægast sagt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð. Man United er sem stendur í Melbourne í Ástralíu eftir að hafa komið fyrst við í Tælandi þar sem liðið lagði Liverpool örugglega 4-0 í æfingaleik. Rashford telur að liðið sé í mun betra ásigkomulagi nú en á sama tíma á síðustu leiktíð. Rashford sjálfur missti af síðasta undirbúningstímabili þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Rashford kom á endanum, of snemma að mati læknateymi félagsins, til baka úr meiðslum og var sem skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem hann spilaði. Training down under #MUTOUR22 pic.twitter.com/8nsesfTqb8— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 14, 2022 Á endanum ákvað Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, að betra væri að geyma Rashford á bekknum þar sem hann hreinlega gat ekki neitt er hann spilaði þrátt fyrir að vera með betri mönnum á æfingum. Rashford segir að sumarfríið, nærri fjórar vikur, hafi gert honum gott. Bæði líkamlega sem og andlega. Hann segir að sér líði mun betur þar sem hann hefur getað æft með liðinu frá fyrsta degi. „Við höfum verið saman í tvær og hálfa viku og mér líður eins og við séum í mun betra standi en við vorum á síðustu leiktíð.“ „Við gerðum mörg mistök, ég sem einstaklingur og við sem lið. Það er fullt sem við getum bætt. Það er hins vegar mun auðveldara að gera mistök i liði sem vinnur leiki. Þegar þú tapar leikjum þá er það erfitt, við erum íþróttamenn og viljum ekki tapa.“ @MarcusRashford is raring to go #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 14, 2022 „Við spilum fyrir stórt lið og það er ætlast til að við vinnum leiki. Við þurfum að leggja hart að okkur og bæta okkur dag frá degi. Við leggjum þessa miklu vinnu á okkur nú og reynum að vinna alla þá leiki sem við getum til að vera upp á okkar besta þegar tímabilið hefst,“ sagði hinn 24 ára gamli Rashford að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Sjá meira
Man United er sem stendur í Melbourne í Ástralíu eftir að hafa komið fyrst við í Tælandi þar sem liðið lagði Liverpool örugglega 4-0 í æfingaleik. Rashford telur að liðið sé í mun betra ásigkomulagi nú en á sama tíma á síðustu leiktíð. Rashford sjálfur missti af síðasta undirbúningstímabili þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð á öxl. Rashford kom á endanum, of snemma að mati læknateymi félagsins, til baka úr meiðslum og var sem skugginn af sjálfum sér í þeim leikjum sem hann spilaði. Training down under #MUTOUR22 pic.twitter.com/8nsesfTqb8— Marcus Rashford MBE (@MarcusRashford) July 14, 2022 Á endanum ákvað Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, að betra væri að geyma Rashford á bekknum þar sem hann hreinlega gat ekki neitt er hann spilaði þrátt fyrir að vera með betri mönnum á æfingum. Rashford segir að sumarfríið, nærri fjórar vikur, hafi gert honum gott. Bæði líkamlega sem og andlega. Hann segir að sér líði mun betur þar sem hann hefur getað æft með liðinu frá fyrsta degi. „Við höfum verið saman í tvær og hálfa viku og mér líður eins og við séum í mun betra standi en við vorum á síðustu leiktíð.“ „Við gerðum mörg mistök, ég sem einstaklingur og við sem lið. Það er fullt sem við getum bætt. Það er hins vegar mun auðveldara að gera mistök i liði sem vinnur leiki. Þegar þú tapar leikjum þá er það erfitt, við erum íþróttamenn og viljum ekki tapa.“ @MarcusRashford is raring to go #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 14, 2022 „Við spilum fyrir stórt lið og það er ætlast til að við vinnum leiki. Við þurfum að leggja hart að okkur og bæta okkur dag frá degi. Við leggjum þessa miklu vinnu á okkur nú og reynum að vinna alla þá leiki sem við getum til að vera upp á okkar besta þegar tímabilið hefst,“ sagði hinn 24 ára gamli Rashford að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Sjá meira