Ronaldo með risatilboð frá Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júlí 2022 10:02 Cristiano Ronaldo gæti íhugað gylliboð frá Sádi-Arabíu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo vill komast frá Manchester United. Hann vill spila í Meistaradeild Evrópu en gæti freistast til að taka gylliboði frá Sádi-Arabíu þar sem talið er að hann fengi rúmlega 105 milljónir punda á ári. Þegar leikmenn Man United mættu í vinnuna eftir stutt sumarfrí var Ronaldo hvergi sjáanlegur. Skömmu síðar bárust þær fregnir að ofurstjarnan frá Portúgal vildi yfirgefa félagið sökum „metnaðarleysis“ á leikmannamarkaðnum. Aðalástæðan er hins vegar talin sú að Ronaldo vilji spila í Meistaradeild Evrópu. Sökum þess að Man Utd er ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð þá lækkar Ronaldo töluvert í launum. Í stað þess að vera með rúmlega 500 þúsund pund á viku þá fær hann „aðeins“ í kringum 350 þúsund pund nú. Það gæti því verið að gylliboð frá Sádi-Arabíu heilli kappann en það myndi líklega taka hann innan við eitt tímabil til að brjóta öll markamet sem hægt er að brjóta þar í landi. Götublöðin á Englandi halda því fram lið í S-Arabíu hafi boðið í leikmanninn og sé tilbúið að borga honum laun sem hafa vart sést áður. Man Utd myndi fá 30 milljónir í sinn vasa, sem er meira en félagið borgaði Juventus er það keypti Ronaldo á síðasta ári. Framherjinn myndi svo fá á bilinu 210-250 milljónir punda fyrir tvö ár í Sádi-Arabíu á meðan umboðsmenn hans myndu fá 20 milljónir punda fyrir sína vinnu. 300 million euros! Cristiano Ronaldo is believed to have received an offer of £254m to play for just two seasons for a club in Saudi Arabia.#BBCFootball #ManUtd— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Ronaldo, sem er enn í fríi á meðan liðsfélagar hans flengja Liverpool í Tælandi, gæti íhugað slíkt gylliboð þar sem ekki hefur komið fram hvenær hann mun snúa aftur til æfinga. Sem stendur er hann í „ótímabundnu“ leyfi vegna fjölskylduaðstæðna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Þegar leikmenn Man United mættu í vinnuna eftir stutt sumarfrí var Ronaldo hvergi sjáanlegur. Skömmu síðar bárust þær fregnir að ofurstjarnan frá Portúgal vildi yfirgefa félagið sökum „metnaðarleysis“ á leikmannamarkaðnum. Aðalástæðan er hins vegar talin sú að Ronaldo vilji spila í Meistaradeild Evrópu. Sökum þess að Man Utd er ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð þá lækkar Ronaldo töluvert í launum. Í stað þess að vera með rúmlega 500 þúsund pund á viku þá fær hann „aðeins“ í kringum 350 þúsund pund nú. Það gæti því verið að gylliboð frá Sádi-Arabíu heilli kappann en það myndi líklega taka hann innan við eitt tímabil til að brjóta öll markamet sem hægt er að brjóta þar í landi. Götublöðin á Englandi halda því fram lið í S-Arabíu hafi boðið í leikmanninn og sé tilbúið að borga honum laun sem hafa vart sést áður. Man Utd myndi fá 30 milljónir í sinn vasa, sem er meira en félagið borgaði Juventus er það keypti Ronaldo á síðasta ári. Framherjinn myndi svo fá á bilinu 210-250 milljónir punda fyrir tvö ár í Sádi-Arabíu á meðan umboðsmenn hans myndu fá 20 milljónir punda fyrir sína vinnu. 300 million euros! Cristiano Ronaldo is believed to have received an offer of £254m to play for just two seasons for a club in Saudi Arabia.#BBCFootball #ManUtd— BBC Sport (@BBCSport) July 14, 2022 Ronaldo, sem er enn í fríi á meðan liðsfélagar hans flengja Liverpool í Tælandi, gæti íhugað slíkt gylliboð þar sem ekki hefur komið fram hvenær hann mun snúa aftur til æfinga. Sem stendur er hann í „ótímabundnu“ leyfi vegna fjölskylduaðstæðna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira