Erlent

Mor­daunt talin sigur­strang­legust í annarri um­ferð Í­halds­manna

Heimir Már Pétursson skrifar
Rishi Sunak og Penny Mordaunt í fyrsta og öðru sæti eftir fyrstu umferð.
Rishi Sunak og Penny Mordaunt í fyrsta og öðru sæti eftir fyrstu umferð. EPA

Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær.

Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna.

Liz Truss utanríkisráðherra fékk 50 atkvæði. Hún er enn talin eiga möguleika á að ná kjöri sem leiðtogi og er sögð njóta töluverðs stuðnings meðal hægrisinnuðustu íhaldsmanna. Að lokinni annarri umferðinni í dag verður sá frambjóðandi sem fær fæst atkvæði úr leik.

Þá verður kosið á milli þeirra fimm sem eftir eru nema einhverjir þeirra ákveði að láta gott heita og lýsa yfir stuðningi við einhvern hinna frambjóðendanna. Að lokinni póstkosningu hinn 5. september milli síðustu tveggja frambjóðendanna, þar sem um tvö hundruð þúsund flokksmenn hafa atkvæðisrétt, liggur fyrir hver verður næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands.


Tengdar fréttir

Leitin að nýjum leiðtoga hafin en Íhaldsflokkurinn áfram í sterkri stöðu

Boris Johnson hefur ákveðið að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins en mun gegna embætti forsætisráðherra þar til nýr leiðtogi hefur verið valinn. Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki augljóst á þessari stundu hver muni taka við. Þrátt fyrir mótmæli Verkamannaflokksins virðist ekkert benda til að flokkurinn komi illa út, sem sýni fram á styrk hans. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×