Fyrirliði Hollendinga meidd og ekki meira með Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 13:46 Sari van Veenendaal verður ekki meira með á EM. Alex Livesey/Getty Images Sari van Veenendaal, aðalmarkvörður og fyrirliði hollenska landsliðsins, fór meidd af velli í fyrsta leik liðsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Meiðslin eru þess eðlis að hún mun ekki geta spilað meira á mótinu. Mikið hefur verið um meiðsli í kringum EM á Englandi en Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims í dag, meiddist illa á hné skömmu fyrir mót og verður frá næstu mánuði. Þá fingurbrotnaði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ein af þremur markvörðum Íslands, og verður einnig frá keppni í einhvern tíma. Þá hafa leikir fyrstu umferðar riðlakeppninnar tekið sinn toll og nú er ljóst að hin 32 ára gamla Veenendaal mun ekki spila meira með á EM. 32-year-old Netherlands veteran goalkeeper Sari van Veenendaal bows out due to an injury at the 21st minute.Nightmare start to her #WEURO2022 campaign pic.twitter.com/6ppqiP6pbk— DW Sports (@dw_sports) July 9, 2022 Hún byrjaði í markinu er Holland mætti Svíþjóð á laugardag í einum af stórleikjum riðlakeppni EM. Nokkuð snemma leiks kom Veenendaal út úr marki sínu til að handsama boltann en það tókst ekki betur en svo að hún skall á tveimur samherjum sínum og lágu allar þrjár eftir. Markvörðurinn var svo tekin af velli á 22. mínútu en Aniek Nouwen þraukaði nær allan fyrri hálfleikinn en þurfti einnig að koma af velli. Hún mun missa af leiknum gegn Portúgal á miðvikudag. Jacintha Weimar, markvörður Feyenoord, kemur inn í hópinn hjá Hollandi en ljóst er að fráhvarf Veenendaal gerir liðið talsvert ólíklegra til að ná árangri á EM í sumar. Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira
Mikið hefur verið um meiðsli í kringum EM á Englandi en Alexia Putellas, ein besta knattspyrnukona heims í dag, meiddist illa á hné skömmu fyrir mót og verður frá næstu mánuði. Þá fingurbrotnaði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, ein af þremur markvörðum Íslands, og verður einnig frá keppni í einhvern tíma. Þá hafa leikir fyrstu umferðar riðlakeppninnar tekið sinn toll og nú er ljóst að hin 32 ára gamla Veenendaal mun ekki spila meira með á EM. 32-year-old Netherlands veteran goalkeeper Sari van Veenendaal bows out due to an injury at the 21st minute.Nightmare start to her #WEURO2022 campaign pic.twitter.com/6ppqiP6pbk— DW Sports (@dw_sports) July 9, 2022 Hún byrjaði í markinu er Holland mætti Svíþjóð á laugardag í einum af stórleikjum riðlakeppni EM. Nokkuð snemma leiks kom Veenendaal út úr marki sínu til að handsama boltann en það tókst ekki betur en svo að hún skall á tveimur samherjum sínum og lágu allar þrjár eftir. Markvörðurinn var svo tekin af velli á 22. mínútu en Aniek Nouwen þraukaði nær allan fyrri hálfleikinn en þurfti einnig að koma af velli. Hún mun missa af leiknum gegn Portúgal á miðvikudag. Jacintha Weimar, markvörður Feyenoord, kemur inn í hópinn hjá Hollandi en ljóst er að fráhvarf Veenendaal gerir liðið talsvert ólíklegra til að ná árangri á EM í sumar.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Sjá meira