Hin 28 ára Putellas hefur verið ein albesta knattspyrnukona heims undanfarin misseri. Hún á stóran þátt í undraverðum árangri Barcelona en liðið fór í gegnum La Liga, spænsku úrvalsdeildina, með fullt hús stiga í vetur og fór alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu annað árið í röð. Liðinu tókst þó ekki að verja Evróputitil sinn þar sem liðið beið lægri hlut gegn Lyon.
Vísir greindi frá í gær að Putellas hefði meiðst á æfingu með spænska landsliðinu en aðeins var gefið upp að um hnémeiðsli væri að ræða.
Nú hefur verið staðfest að aftara krossband í hné (e. ACL) sé slitið og því ljóst að Putellas missir bæði af EM í Englandi sem og stórum hluta næsta tímabils.
Alexia Putellas has torn her ACL three days before Spain play their opening Women's Euro 2022 match, reports @Andrea_Pelaez_ pic.twitter.com/SiRcnA3ZqU
— B/R Football (@brfootball) July 5, 2022
Þetta er mikið áfall fyrir Spán sem ætlaði sér stóra hluti á EM, Barcelona og að sjálfsögðu Putellas sjálfa. Þá eru þetta ömurlegar fréttir fyrir þau sem ætluðu sér að horfa á EM því ein skærasta stjarna mótsins verður ekki með.
Spánn leikur í B-riðli ásamt Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi.