Innlent

Gestabók á afgreiðsluhúsi hellanna á Hellu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Ferðamenn sem koma í hellana á Hellu eru mjög duglegir að taka sér penna í hönd og skrifa nöfn sín á afgreiðsluhúsið eða kveðjur frá þeim með þökk fyrir ánægjulega heimsókn.
Ferðamenn sem koma í hellana á Hellu eru mjög duglegir að taka sér penna í hönd og skrifa nöfn sín á afgreiðsluhúsið eða kveðjur frá þeim með þökk fyrir ánægjulega heimsókn. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ein stærsta gestabók landsins, ef ekki sú stærsta er utan á húsi á Hellu.

Ferðamenn, sem skoða hellana við Hellu á Ægissíðu hafa alltaf sóst mikið eftir því að skrifa nöfn sín á veggi hellanna en það er alveg bannað. Rekstraraðilar hellanna brugðu þá á það ráð að leyfa fólki að skrifa nöfnin sína eða kveðjur á veggi afgreiðsluhússins við hellanna. Það hefur heldur betur slegið í gegn, það er alltaf verið að skrifa utan á húsið.

„Hér hefur verið um aldir skrifað á veggina inn í hellunum og núna í sumar ákváðum við að fara að endurvekja þann sið og skrifa á veggina á afgreiðslunni okkar. Okkur finnst það skemmtileg hugmynd og hún hefur fengið rosalega góð viðbrögð og langflestir af okkar gestum eru mjög til í að taka þátt og skilja eftir mjög skemmtilegar skriftir á vegginn,“ segir Dóra Steinsdóttir, starfsmaður hjá Hellunum við Hellu.

Dóra Steinsdóttir segir framtakið með gestabókina hafa heppnast einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og hvað er fólk aðallega að skrifa?

„Það er að skrifa nöfnin sín, það er að skrifa dagsetningar, það er að teikna myndir og það er að skilja eftir þjóðfána. Það er að þakka fyrir komuna og það eru margir að teikna upp Víkinga og endurgera ristu, sem finnast inn í hellum,“ bætir Dóra við alsæl með hvað verkefnið hefur tekist vel og allir jákvæðir fyrir því.

Hluti af nöfnum og kveðjum frá ferðamönnum á vegg afgreiðsluhússins.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimasíða hellanna á Hellu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×