Símamótið farið vel fram í alls konar veðráttu Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2022 11:22 Nokkur væta hefur verið íþróttasvæði Breiðabliks í Kópavogi um helgina. Svo var líka árið 2019, þegar þessi mynd var tekin á mótinu. Vísir/Vilhelm Stærsta knattspyrnumót landsins, Símamótið í Kópavogi, klárast í dag. Mikil stemning hefur ríkt á svæðinu um helgina þar sem upprennandi knattspyrnustjörnur hafa leikið listir sínar. Að sögn Jóhanns Þórs Jóhannssonar, formanns barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, hefur mótið farið vel fram þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í liði um helgina. „Við fengum allar útgáfur, við fengum rok og rigningu, við fengum sól og hita. En fyrst og fremst hefur verið sól í hjarta hjá öllum okkar leikmönnum,“ segir hann. Símamótið var sett á fimmtudaginn þegar Jón Jónsson skemmti stelpnahafi sem lét rigningu ekkert á sig fá og skemmti sér konunglega. Jóhann Þór segir að nokkru færri hafi sótt mótið í ár en í fyrra. Það eigi sér þó eðlilegar skýringar. „Það eru greinilega margir í útlöndum eftir að Covid létt en á mótinu í fyrra sáum við algjöran metþátttökufjölda, bæði hjá iðkendum og aðstandendum sem mættu og sáu stelpurnar leika. Það er greinilega einhver ferðahugur í fólki þannig það eru aðeins færri á svæðinu núna. Landsliðskonur hvetja framtíðararftaka sína áfram Jóhann Þór segir EM kvenna í knattspyrnu setja svip sinn á mótið. „Það er mikil EM-stemning á svæðinu. Við erum með hvatningu frá landsliðinu, „Komdu með stuðninginn“ stendur hér á fánum og plakötum. Það er mikill hugur í stelpunum að fylgjast með,“ segir hann Landsliðskonur hafi reglulega sent stelpunum hvatningarskilaboð frá Englandi til þess að hvetja stelpurnar áfram. „Það er algjörlega frábært hvernig landsliðsstelpurnar eru með hugann líka við Símamótið, þar sem þær margar hverjar stigu sín fyrstu skref,“ segir Jóhann Þór. Langstærsta knattspyrnumót landsins Jóhann Þór segir að Símamótið sé stærsti einstaki íþróttaviðburður landsins. „Í ár eru 2.862 stelpur að keppa, þær spila 1.684 leiki og það eru 432 lið frá 39 félagsliðum,“ segir hann. Svo stórt mót væri ekki hægt að halda ef ekki væri fyrir gott bakland sem Breiðablik á í sjálfboðaliðum. „Við erum að manna hér 430 vaktir sjálfboðaliða. Auk þess eru um tvö hundruð dómarar að dæma leiki alla helgina,“ segir Jóhann. Að lokum nefnir hann að Breiðablik sé þakklátt fyrir góðan stuðning styrktaraðila og Kópavogsbæjar. Án hans væri ekki hægt að halda mótið. Íþróttir barna Börn og uppeldi Kópavogur Veður Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sjá meira
Að sögn Jóhanns Þórs Jóhannssonar, formanns barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, hefur mótið farið vel fram þótt veðurguðirnir hafi ekki verið með keppendum í liði um helgina. „Við fengum allar útgáfur, við fengum rok og rigningu, við fengum sól og hita. En fyrst og fremst hefur verið sól í hjarta hjá öllum okkar leikmönnum,“ segir hann. Símamótið var sett á fimmtudaginn þegar Jón Jónsson skemmti stelpnahafi sem lét rigningu ekkert á sig fá og skemmti sér konunglega. Jóhann Þór segir að nokkru færri hafi sótt mótið í ár en í fyrra. Það eigi sér þó eðlilegar skýringar. „Það eru greinilega margir í útlöndum eftir að Covid létt en á mótinu í fyrra sáum við algjöran metþátttökufjölda, bæði hjá iðkendum og aðstandendum sem mættu og sáu stelpurnar leika. Það er greinilega einhver ferðahugur í fólki þannig það eru aðeins færri á svæðinu núna. Landsliðskonur hvetja framtíðararftaka sína áfram Jóhann Þór segir EM kvenna í knattspyrnu setja svip sinn á mótið. „Það er mikil EM-stemning á svæðinu. Við erum með hvatningu frá landsliðinu, „Komdu með stuðninginn“ stendur hér á fánum og plakötum. Það er mikill hugur í stelpunum að fylgjast með,“ segir hann Landsliðskonur hafi reglulega sent stelpunum hvatningarskilaboð frá Englandi til þess að hvetja stelpurnar áfram. „Það er algjörlega frábært hvernig landsliðsstelpurnar eru með hugann líka við Símamótið, þar sem þær margar hverjar stigu sín fyrstu skref,“ segir Jóhann Þór. Langstærsta knattspyrnumót landsins Jóhann Þór segir að Símamótið sé stærsti einstaki íþróttaviðburður landsins. „Í ár eru 2.862 stelpur að keppa, þær spila 1.684 leiki og það eru 432 lið frá 39 félagsliðum,“ segir hann. Svo stórt mót væri ekki hægt að halda ef ekki væri fyrir gott bakland sem Breiðablik á í sjálfboðaliðum. „Við erum að manna hér 430 vaktir sjálfboðaliða. Auk þess eru um tvö hundruð dómarar að dæma leiki alla helgina,“ segir Jóhann. Að lokum nefnir hann að Breiðablik sé þakklátt fyrir góðan stuðning styrktaraðila og Kópavogsbæjar. Án hans væri ekki hægt að halda mótið.
Íþróttir barna Börn og uppeldi Kópavogur Veður Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann