Erlent

Forseti Srí Lanka segir af sér

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mótmælendur eftir að hafa brotist inn á heimili forseta.
Mótmælendur eftir að hafa brotist inn á heimili forseta. Associated Press/Eranga Jayawardena

Talsmaður þingsins á Srí Lanka segir að Gotabaya Rajapaksa, forseti landsins muni segja af sér á miðvikudag.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að mótmælendur stjórnvalda á Srí Lanka hefðu brotist inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Einnig brutust þeir inn á heimili forsætisráðherra og kveiktu í.

Samkvæmt frétt AP um málið segir talsmaður þingsins, Mahinda Yapa Abeywardena að ákvörðunin um afsögn forsetans hafi verið tekin á fundi leiðtoga þingsins. Rajapaksa mun samt sem áður ekki ljúka forsetatíð sinni fyrr en á miðvikudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×