Erlent

Játar að van­kantar hafi verið á öryggis­gæslu Abe

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í alls níu ár og sá forsætisráðherra landsins sem hefur gegnt embætti lengst.
Shinzo Abe var forsætisráðherra Japan í alls níu ár og sá forsætisráðherra landsins sem hefur gegnt embætti lengst. Kim Kyung-Hoon/Getty

Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra landsins var myrtur í gær.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinnn var í Nara í dag, Fréttaveitan AP greinir frá.

Lík Shinzo Abe, fyrrum forsætisáðherra Japan var flutt til höfuðborgarinnar Tókýó í morgun. Abe var myrtur í gær þegar hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan þegar hinn 41 árs gamli Yamagami skaut tvisvar á hann með heimagerði haglabyssu. 

Tomoaki On­izuka, yf­ir­maður lög­regl­unn­ar í Nara sagði að ekki væri hægt að neita því að brestir hefðu verið í öryggismálum þegar stuðningsfundurinn fór fram og hefur heitið því að morðið verði rannsakað frekar.

Yamagami játaði morðið á Abe í gær og sagði við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigan. 

Skotárásir eru fátíðar í landinu og japanska þjóðin í áfalli eftir verknaðinn. Þjóðin syrgir nú forsætisráðherrann fyrrverandi en fjöldinn allur af blómvöndum og kertum hefur verið lagður á morðvettvang.


Tengdar fréttir

Telur morðið geta haft á­hrif á úr­slit kosninga

Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag.

Játar að hafa myrt Abe

Tetsuya Yamagami hefur játað að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japan. Yamagami skaut Abe með haglabyssu í nótt þegar hann var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í borginni Nara.

Shinzo Abe skotinn til bana

Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, hefur látist af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Abe var að flytja ræðu í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut hann með haglabyssu og hæfði hann í bakið. Abe var fluttur á spítala í kjölfar árásinnar en nú hefur japanka ríkisútvarpið NHK staðfest að hann sé látinn.

Skotárásin í Japan: „Það eru allir í sjokki“

Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, lést af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Íbúi í Japan segir japönsku þjóðina í áfalli enda skotárásir mjög fátíðar í landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×