Skotárásin í Japan: „Það eru allir í sjokki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2022 12:32 Thelma Rún Heimisdóttir hefur búið í Tókýó í átta ár en hún starfar sem framleiðandi. vísir/aðsend Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, lést af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Íbúi í Japan segir japönsku þjóðina í áfalli enda skotárásir mjög fátíðar í landinu. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans nú í morgun á íslenskum tíma. Thelma Rún Heimisdóttir er búsett í Japan, en hún segir þjóðina í áfalli, sér í lagi vegna þess að skotárásir eru mjög fátíðar í landinu. „Það eru allir bara í sjokki. Það er rosalega mikið af kommentum á netinu þar sem fólk segir: Ég hélt við værum í friðsæla Japan en ekki í Ameríku þar sem eru stöðugt skotárásir. Það trúir þessu varla enginn.“ Ein lægsta tíðni dauðsfalla af völdum skotvopna í heimi Skotvopnalöggjöf Japans er mjög ströng en almennum borgurum er óheimilt að eiga skammbyssu. Til dæmis voru sex dauðsföll staðfest árið 2014 af völdum skotvopna og tvö árið 2006 en í landinu búa 126 milljón manns. „Það eru svo rosalega strangar reglur þegar kemur að byssum hérna. Þess vegna er Japan með lægstu tíðni skotárása í heiminum og þess vegna er þetta svona rosalega sjokkerandi fyrir alla hérna.“ Thelma Rún segir Tókýó mjög friðsæla borg.aðsend Fundu mögulegt sprengiefni Skotmaðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og segja vitni að hann hafi ekki gert tilraun til að flýja. Hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, er á fimmtugsaldri og er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans, en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Svo virðist sem hann hafi notað heimagerða byssu, en tilefni árásarinnar er enn óvitað. Thelma segir að fjölmiðlar í Tókýó hafi greint frá því að óttast sé um öryggi annarra stjórnmálamanna þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Allir pólitíkusar sem eru búnir að vera utan Tókýó hafa verið kallaðir til baka til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á þá.“ Morðið á Shinzo Abe Íslendingar erlendis Japan Skotvopn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans nú í morgun á íslenskum tíma. Thelma Rún Heimisdóttir er búsett í Japan, en hún segir þjóðina í áfalli, sér í lagi vegna þess að skotárásir eru mjög fátíðar í landinu. „Það eru allir bara í sjokki. Það er rosalega mikið af kommentum á netinu þar sem fólk segir: Ég hélt við værum í friðsæla Japan en ekki í Ameríku þar sem eru stöðugt skotárásir. Það trúir þessu varla enginn.“ Ein lægsta tíðni dauðsfalla af völdum skotvopna í heimi Skotvopnalöggjöf Japans er mjög ströng en almennum borgurum er óheimilt að eiga skammbyssu. Til dæmis voru sex dauðsföll staðfest árið 2014 af völdum skotvopna og tvö árið 2006 en í landinu búa 126 milljón manns. „Það eru svo rosalega strangar reglur þegar kemur að byssum hérna. Þess vegna er Japan með lægstu tíðni skotárása í heiminum og þess vegna er þetta svona rosalega sjokkerandi fyrir alla hérna.“ Thelma Rún segir Tókýó mjög friðsæla borg.aðsend Fundu mögulegt sprengiefni Skotmaðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og segja vitni að hann hafi ekki gert tilraun til að flýja. Hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, er á fimmtugsaldri og er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans, en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Svo virðist sem hann hafi notað heimagerða byssu, en tilefni árásarinnar er enn óvitað. Thelma segir að fjölmiðlar í Tókýó hafi greint frá því að óttast sé um öryggi annarra stjórnmálamanna þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Allir pólitíkusar sem eru búnir að vera utan Tókýó hafa verið kallaðir til baka til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á þá.“
Morðið á Shinzo Abe Íslendingar erlendis Japan Skotvopn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira