Erlent

Hakkari segir starfs­fólk Dis­n­ey hafa gert grín að getnaðar­lim sínum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hakkarinn reiðist starfsmönnum Disney.
Hakkarinn reiðist starfsmönnum Disney. Getty/AaronP/Bauer-Griffin / Contributor

Brotist var inn á Instagram og Facebook reikninga Disneylands í gær, sá sem braust inn á reikningana kallaði sig „ofur hakkara.“

Hakkarinn birti fjórar færslur á Instagram reikningi skemmtigarðsins og sagðist vera að hefna sín á garðinum, en hann sakaði starfsfólk um að gera grín að stærðinni á getnaðarlim sínum. 

Einnig notaði maðurinn fordómafulla orðræðu í færslum sínum inni á reikningnum, sagðist hafa fundið upp Covid og að hann væri að dreifa nýju afbrigði veirunnar. Þetta kemur fram í umfjöllun Variety.

Færslurnar innihéldu fordómafulla orðæðu sem hefur verið fjarlægð.Skjáskot

Sjá má á skjáskotum af færslunum að maðurinn undirritar færslu sem „David Do“ og virðist reiður út í Disney starfsmann að nafni Jerome. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×