Skotárásin í Japan: „Það eru allir í sjokki“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2022 12:32 Thelma Rún Heimisdóttir hefur búið í Tókýó í átta ár en hún starfar sem framleiðandi. vísir/aðsend Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, lést af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Íbúi í Japan segir japönsku þjóðina í áfalli enda skotárásir mjög fátíðar í landinu. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans nú í morgun á íslenskum tíma. Thelma Rún Heimisdóttir er búsett í Japan, en hún segir þjóðina í áfalli, sér í lagi vegna þess að skotárásir eru mjög fátíðar í landinu. „Það eru allir bara í sjokki. Það er rosalega mikið af kommentum á netinu þar sem fólk segir: Ég hélt við værum í friðsæla Japan en ekki í Ameríku þar sem eru stöðugt skotárásir. Það trúir þessu varla enginn.“ Ein lægsta tíðni dauðsfalla af völdum skotvopna í heimi Skotvopnalöggjöf Japans er mjög ströng en almennum borgurum er óheimilt að eiga skammbyssu. Til dæmis voru sex dauðsföll staðfest árið 2014 af völdum skotvopna og tvö árið 2006 en í landinu búa 126 milljón manns. „Það eru svo rosalega strangar reglur þegar kemur að byssum hérna. Þess vegna er Japan með lægstu tíðni skotárása í heiminum og þess vegna er þetta svona rosalega sjokkerandi fyrir alla hérna.“ Thelma Rún segir Tókýó mjög friðsæla borg.aðsend Fundu mögulegt sprengiefni Skotmaðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og segja vitni að hann hafi ekki gert tilraun til að flýja. Hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, er á fimmtugsaldri og er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans, en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Svo virðist sem hann hafi notað heimagerða byssu, en tilefni árásarinnar er enn óvitað. Thelma segir að fjölmiðlar í Tókýó hafi greint frá því að óttast sé um öryggi annarra stjórnmálamanna þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Allir pólitíkusar sem eru búnir að vera utan Tókýó hafa verið kallaðir til baka til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á þá.“ Morðið á Shinzo Abe Íslendingar erlendis Japan Skotvopn Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á spítala í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans nú í morgun á íslenskum tíma. Thelma Rún Heimisdóttir er búsett í Japan, en hún segir þjóðina í áfalli, sér í lagi vegna þess að skotárásir eru mjög fátíðar í landinu. „Það eru allir bara í sjokki. Það er rosalega mikið af kommentum á netinu þar sem fólk segir: Ég hélt við værum í friðsæla Japan en ekki í Ameríku þar sem eru stöðugt skotárásir. Það trúir þessu varla enginn.“ Ein lægsta tíðni dauðsfalla af völdum skotvopna í heimi Skotvopnalöggjöf Japans er mjög ströng en almennum borgurum er óheimilt að eiga skammbyssu. Til dæmis voru sex dauðsföll staðfest árið 2014 af völdum skotvopna og tvö árið 2006 en í landinu búa 126 milljón manns. „Það eru svo rosalega strangar reglur þegar kemur að byssum hérna. Þess vegna er Japan með lægstu tíðni skotárása í heiminum og þess vegna er þetta svona rosalega sjokkerandi fyrir alla hérna.“ Thelma Rún segir Tókýó mjög friðsæla borg.aðsend Fundu mögulegt sprengiefni Skotmaðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og segja vitni að hann hafi ekki gert tilraun til að flýja. Hinn grunaði, Yamagami Tetsuya, er á fimmtugsaldri og er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans, en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Svo virðist sem hann hafi notað heimagerða byssu, en tilefni árásarinnar er enn óvitað. Thelma segir að fjölmiðlar í Tókýó hafi greint frá því að óttast sé um öryggi annarra stjórnmálamanna þó ekkert hafi verið staðfest í þeim efnum. „Allir pólitíkusar sem eru búnir að vera utan Tókýó hafa verið kallaðir til baka til þess að koma í veg fyrir frekari árásir á þá.“
Morðið á Shinzo Abe Íslendingar erlendis Japan Skotvopn Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira