Innlent

Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Jasper Pääkkönen fer hörðum orðum um fiskeldisiðnaðinn og íslensk stjórnvöld fyrir að hafa leyft honum að koma sér fyrir inni í fjörðum landsins.
Jasper Pääkkönen fer hörðum orðum um fiskeldisiðnaðinn og íslensk stjórnvöld fyrir að hafa leyft honum að koma sér fyrir inni í fjörðum landsins. aðsend

Jasper Pääkkönen, finnskur stór­leikari, er staddur á Ís­landi að vinna að heimildar­mynd um Norður-At­lants­hafs­laxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagn­rýnir ís­lensk stjórn­völd fyrir að hafa leyft fisk­eldi að festa rætur á Ís­landi, nánast eftir­lits­lausu fyrstu árin.

Frétta­stofa náði tali af Jasper þar sem hann var staddur í Blöndu, ný­kominn frá Vest­fjörðum. Hann heldur ferða­lagi sínu á­fram um helgina og fram á næstu viku til að ræða málefni Norður-Atlantshafslaxins við ýmsa sem hafa barist fyrir til­veru hans á Ís­landi.

Jasper er einn þekktasti leikari Finna um þessar mundir en lands­menn gætu helst kannast við hann úr sjón­varps­þáttunum Vikings, þar sem hann leikur Hálf­dán svarta. Hann lék einnig í Spi­ke Lee myndinni BlacKk­Klans­man sem naut nokkurra vin­sælda og kom út árið 2018.

Jasper og hinn heimsfrægi leikstjóri Spike Lee á forsýningu myndar þess síðarnefnda BlackKklansman.getty/Johnny Nunez

Óskiljanlegt að Íslendingar hafi hleypt laxeldi að

„Ég held að lang­stærsta vanda­málið hér á Ís­landi sé fisk­eldið,“ segir Jasper.

Í sam­tali við Vísi bendir hann á að á Ís­landi séu tæp­lega 90 ár sem laxinn gengur í og á­ætlað sé að stofninn telji um 50 þúsund fiska.

„Svo koma norsk stór­fyrir­tæki, virði margra milljarða, til Ís­lands og setja niður opnar neta­kvíar í firði sem liggja að ám sem laxinn gengur í. Í hverju einasta neti geta verið um 200 þúsund laxar. Það er gjör­sam­lega ó­skiljan­legt að Ís­land hafi leyft því að gerast,“ segir Jasper.

Ís­land sé þekkt út á við sem land náttúru- og dýra­verndar. „En það er alveg ó­skiljan­legt að ís­lenskir stjórn­mála­menn hafi opnað dyrnar fyrir norskum milljarða­mæringum og leyft þeim að koma og eyði­leggja firðina ykkar, vist­kerfið, ó­spillta náttúru og ó­spilltan laxa­stofn. Ég meina, það er svo ó­trú­legt að ég get ekki varist því að velta því fyrir mér hver sé að hagnast á þessu og hvort hér sé á ferð spilling. Því að á meðan svo rosa­lega strangar reglur eru í gildi á Ís­landi til að vernda hinar ýmsu tegundir þá eru allt í einu engar reglur til að vernda laxinn fyrir þessum erfða­breytta eldis­stofni.“

Jasper tekur þó fram að í heimildar­myndinni sé hann ekki að vinna neina rann­sóknar­vinnu til að fletta ofan af mögu­legri spillingu í lax­eldis­geiranum. Hann hafi þarna að­eins verið að velta upp mögu­legum skýringum á því hvernig fisk­eldið komst á fót á Ís­landi – aðrar skýringar detti honum varla í hug.

Jasper hitti Veigu Grétarsdóttur kajakræðara á Vestfjörðum í vikunni og hélt út á sjó með henni að kanna aðstæður fiskeldisins.aðsend

Heimildar­myndin fjallar al­mennt um At­lants­hafs­laxinn og allar þær hættur sem að honum steðja. En hvers vegna er finnskur stór­leikari að velta sér upp úr mál­efnum laxa?

„Ég hef verið að veiða á flugu síðan ég var 11 ára gamall og hef verið í því í þrjá­tíu ár. Síðan ég veiddi fyrsta laxinn minn hef ég verið gjör­sam­lega hug­fanginn af þessu dýri. Ég hélt svo til Rúss­lands um árið 2001 í lax­veiði og sá þar þetta gríðar­lega magn af laxi sem lifir í al­ger­lega ó­snertum ám, þar sem er ekkert fisk­eldi nærri og engar virkjanir. Og munurinn á því og Norður­löndunum, til dæmis Finn­landi, er svaka­legur. Í Finn­landi er laxinn til dæmis út­dauður í flestum ám og í Rússlandi sá ég strax að við hefðum gert eitt­hvað hræði­lega rangt hérna,“ segir Jasper.

Þróun sem krakki í fyrsta bekk áttar sig á

Og töl­fræðin bendir öll til þess að Norður-At­lants­hafs­laxinn sé á hraðri leið til út­rýmingar. Breski auð­kýfingurinn Daniel Ratclif­fe var staddur hér á landi síðasta haust og sagði þá ein­mitt í sam­tali við frétta­stofu að honum þætti ansi ó­lík­legt að hægt yrði að bjarga Norður-Atlantshafslaxinum frá út­rýmingu.

Jasper hefur einnig miklar á­hyggjur af stöðunni:

„Ef maður skoðar þróunina þá er þetta al­gjör­lega skýrt. Jafn­vel krakki í fyrsta bekk sér að eitt­hvað dra­stískt er að eiga sér stað. Þessir laxar eru að hverfa og hraði þróunarinnar er ógn­vekjandi.“

Jasper segir sögu af því þegar hann tók við­tal við rúss­neskan fisk­fræðing sem hafði sér­hæft sig í laxa­stofnum. Eftir við­talið hafi sér­fræðingurinn sagt honum nokkuð sem sló Jasper mjög.

„Hann vildi ekki segja það við mig í mynd en eftir við­talið sagði hann við mig orð­rétt: „Ég gæti aldrei sagt þetta opin­ber­lega en ef þú spyrð mig þá eigum við fimm til tíu ár eftir áður en það verður enginn lax,““ segir Jasper.

Hann telur því ljóst að hér verði að grípa til að­gerða til að styrkja stofn Norður-At­lants­hafs­laxinn. Og hann vonar að heimildar­mynd hans, sem er að stórum hluta til tekin upp hér á landi, veki fólk til um­hugsunar yfir þessum skrýtnu „blautu og slímugu“ en þó undra­verðu skepnum eins og Jasper kemst að orði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×