Umfjöllun: Santa Coloma-Breiða­blik 0-1 | Blikar sigruðu í Andorra

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Ísak Snær skoraði sigurmark Breiðabliks.
Ísak Snær skoraði sigurmark Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét

Breiðablik hóf Evrópuævintýri sitt á 1-0 sigri í Andorra. Liðin mætast aftur á Kópavogsvelli eftir viku.

Breiðablik byrjaði leikinn af miklum krafti, stóðu vel varnarlega og spiluðu skipulagðan sóknarleik. Santa Coloma spiluðu heldur klaufalegan varnarleik og kom það í bakið á þeim þegar að tæplega stundarfjórðungur var liðin af leiknum. Þá er Ísak Snær Þorvaldsson á ferðinni, varnarmaður Santa Coloma virtist ætla tækla boltann í burtu en boltinn endar í Ísak og þaðan í netið, 1-0 fyrir Breiðablik.

Breiðablik var sterkari aðalinn í fyrri hálfleik en Santa Coloma létu finna fyrir sér inn á milli með skyndisóknum. Á 35. mínútu var David Virgili á ferðinni, tekur sprettinn upp völlinn og á fast skot sem endar í slánni. Breiðablik stál heppnir að fá ekki mark á sig. Ekki var meira um mörk í fyrri hálfleik og leiddi Breiðablik með einu þegar liðin gengu til klefa. 

Það mætti ekki sama Blikalið til seinni hálfleiks og var í þeim fyrri. Þeir virtust hálf andlausir og héldu boltanum illa. Aftur á móti voru Santa Coloma í fullu fjöri og sóttu af krafti að marki Breiðabliks þrátt fyrir að færin hafi ekki verið upp á marka fiska.

Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks meiddist í leiknum og fór útaf þegar að rúmlega fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Virkilega dýrt fyrir Blika þar sem hann stóð eins og klettur í vörninni. 

Frammistaða Blika heilt yfir í seinni hálfleik var flöt og þrátt fyrir skiptingar sem áttu að hleypa lífi í leikinn virtist það ekki kveikja í neinum. Ekki var meira skorað í leiknum og Blikar stálheppnir að sigra leikinn. 

Afhverju vann Breiðablik?

Spilamennska þeirra í fyrri hálfleik var góð heilt yfir og þá sérstaklega varnarleikurinn. Þeir héldu boltanum vel og spiluðu honum skipulagt upp völlinn. Það var að vísu algjör heppni þegar að Ísak skoraði og skrifast það að mestu leyti á klaufalegan varnarleik Santa Coloma. 

Hverjir stóðu upp úr?

Hjá Breiðablik var það Ísak Snær Þorvaldsson sem skoraði eina mark Blika í leiknum. Varnarleikur Blika í fyrri hálfleik var einnig góður og náði Santa Coloma ekki að koma sér í almennilegt færi þrátt ítrekaðar tilraunir. 

Hvað gekk illa?

Seinni hálfleikur Blika var alls ekkert augnakonfekt. Þeir voru andlausir og voru nánast allan seinni hálfleikinn að verjast Santa Coloma mönnum. 

Hvað gerist næst?

Liðin mætast næst fimmtudaginn 14. júlí á Kópavogsvelli kl 19.15. 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira