Fótbolti

Mead sá til þess að Eng­land byrjaði á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Beth Mead (til vinstri) fagnar marki sínu með Ellen White, Lucy Bronze og Fran Kirby.
Beth Mead (til vinstri) fagnar marki sínu með Ellen White, Lucy Bronze og Fran Kirby. Alex Pantling/Getty Images

Beth Mead, 27 ára framherji Arsenal, sá til þess að England byrjaði Evrópumótið á sigri er enska landsliðið vann Austurríki 1-0 fyrir framan troðfullan Old Trafford. Tæpara mátti það þó ekki vera. Markið má sjá hér að neðan.

England byrjaði leikinn gegn Austurríki af miklum krafti og nýtti orkuna sem kom frá áhorfendum en aldrei hafa fleiri mætt leik á EM kvenna. Alls voru 68.871 á leiknum.

Strax á 16. mínútu þræddi Fran Kirby boltann inn fyrir vörn Austurríkis og Beth Mead náði að lyfta honum snyrtilega yfir Manuelu Zinsberger í marki Austurríkis. Carina Wenninger, miðvörður Austurríkis, náði að skófla boltanum í slá og út en marklínutæknin staðfesti að boltinn hefði varið yfir línuna og markið stóð.

Reyndist þetta sigurmark leiksins en Austurríki gaf Englandi hörkuleik. Þurfti Mary Earps, markvörður Englands, að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik er hún varði gott skot utan af velli í horn.

Nær komst austurríska liðið ekki og England byrjar Evrópumótið því á 1-0 sigri og enska þjóðin er þegar farin að láta sig dreyma.


Tengdar fréttir

Gríðar­leg stemming á opnunar­leik EM - mynda­syrpa

Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 

Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna

Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×