Mead sá til þess að England byrjaði á sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 10:30 Beth Mead (til vinstri) fagnar marki sínu með Ellen White, Lucy Bronze og Fran Kirby. Alex Pantling/Getty Images Beth Mead, 27 ára framherji Arsenal, sá til þess að England byrjaði Evrópumótið á sigri er enska landsliðið vann Austurríki 1-0 fyrir framan troðfullan Old Trafford. Tæpara mátti það þó ekki vera. Markið má sjá hér að neðan. England byrjaði leikinn gegn Austurríki af miklum krafti og nýtti orkuna sem kom frá áhorfendum en aldrei hafa fleiri mætt leik á EM kvenna. Alls voru 68.871 á leiknum. Strax á 16. mínútu þræddi Fran Kirby boltann inn fyrir vörn Austurríkis og Beth Mead náði að lyfta honum snyrtilega yfir Manuelu Zinsberger í marki Austurríkis. Carina Wenninger, miðvörður Austurríkis, náði að skófla boltanum í slá og út en marklínutæknin staðfesti að boltinn hefði varið yfir línuna og markið stóð. Tæpt var það! Opnunarmark EM 2022 Englendingar komnir yfir! Beth Mead með mark sem marklínutæknin dæmdi inni! Stemningin er á Old Trafford pic.twitter.com/gT41Vc9kUw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2022 Reyndist þetta sigurmark leiksins en Austurríki gaf Englandi hörkuleik. Þurfti Mary Earps, markvörður Englands, að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik er hún varði gott skot utan af velli í horn. Nær komst austurríska liðið ekki og England byrjar Evrópumótið því á 1-0 sigri og enska þjóðin er þegar farin að láta sig dreyma. Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England-Austurríki 1-0 | Enska liðið stóðst væntingar fyrir framan troðfullan Old Trafford England mætti Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Mikil spenna er fyrir mótinu og til marks um það var uppselt á Old Trafford. 6. júlí 2022 20:52 Gríðarleg stemming á opnunarleik EM - myndasyrpa Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 6. júlí 2022 19:46 Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6. júlí 2022 23:15 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira
England byrjaði leikinn gegn Austurríki af miklum krafti og nýtti orkuna sem kom frá áhorfendum en aldrei hafa fleiri mætt leik á EM kvenna. Alls voru 68.871 á leiknum. Strax á 16. mínútu þræddi Fran Kirby boltann inn fyrir vörn Austurríkis og Beth Mead náði að lyfta honum snyrtilega yfir Manuelu Zinsberger í marki Austurríkis. Carina Wenninger, miðvörður Austurríkis, náði að skófla boltanum í slá og út en marklínutæknin staðfesti að boltinn hefði varið yfir línuna og markið stóð. Tæpt var það! Opnunarmark EM 2022 Englendingar komnir yfir! Beth Mead með mark sem marklínutæknin dæmdi inni! Stemningin er á Old Trafford pic.twitter.com/gT41Vc9kUw— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 6, 2022 Reyndist þetta sigurmark leiksins en Austurríki gaf Englandi hörkuleik. Þurfti Mary Earps, markvörður Englands, að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik er hún varði gott skot utan af velli í horn. Nær komst austurríska liðið ekki og England byrjar Evrópumótið því á 1-0 sigri og enska þjóðin er þegar farin að láta sig dreyma.
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: England-Austurríki 1-0 | Enska liðið stóðst væntingar fyrir framan troðfullan Old Trafford England mætti Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Mikil spenna er fyrir mótinu og til marks um það var uppselt á Old Trafford. 6. júlí 2022 20:52 Gríðarleg stemming á opnunarleik EM - myndasyrpa Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 6. júlí 2022 19:46 Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6. júlí 2022 23:15 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira
Umfjöllun: England-Austurríki 1-0 | Enska liðið stóðst væntingar fyrir framan troðfullan Old Trafford England mætti Austurríki í fyrsta leik Evrópumóts kvenna í fótbolta í kvöld. Mikil spenna er fyrir mótinu og til marks um það var uppselt á Old Trafford. 6. júlí 2022 20:52
Gríðarleg stemming á opnunarleik EM - myndasyrpa Evrópumótið í fótbolta kvenna hófst í kvöld með leik Englands og Austurríkis en leikurinn fer fram á troðfullum Old Trafford. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er á vellinum og fangaði stemminguna fyrir leikinn. 6. júlí 2022 19:46
Aldrei mætt fleiri á leik á EM kvenna Met var slegið þegar England og Austurríki leiddu saman hesta sína í fyrsta leik Evrópumótsins í fótbolta kvenna á Old Trafford í kvöld. 6. júlí 2022 23:15