Innlent

Katrín um endur­greiðslu launa: „Ef ein­hver ætti að ráða við það þá erum það við“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Katrín er ein þeirra sem verður að greiða mismuninn til baka.
Katrín er ein þeirra sem verður að greiða mismuninn til baka. vísir/vilhelm

For­sætis­ráð­herra segir eðli­legt að þeir em­bættis­menn sem hafi fengið of­greidd laun síðustu þrjú ár endur­greiði hluta þeirra til ríkisins, sér­stak­lega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opin­bera.

Fjár­sýsla ríkisins komst að því í síðustu viku að gerð hafi vrið mis­tök við út­reikninga launa­hækkana og for­seti Ís­lands, ráð­herrar og ýmsir aðrir em­bættis­menn því fengið of há laun greidd í þrjú ár.

Þetta á við um 260 em­bættis­menn, þar af 215 sem eru enn í starfi, og verða þeir krafðir um endur­greiðslu sem nemur mis­muninum sem þeir geta greitt til baka á tólf mánaða tíma­bili. Sam­tals nema of­greiddu launin alls um 105 milljónum króna á tíma­bilinu.

Dómarar hafa gagn­rýnt þetta harð­lega og telja kröfuna ó­lög­mæta.

Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra þykir þessi lausn hins vegar sann­gjörn en sjálf er hún á meðal þeirra sem verður að greiða mis­muninn til baka:

„Þegar í ljós kemur að þessi laun hafa verið of­greidd þá finnst mér sann­gjarnt að við endur­greiðum það þó að mis­tökin séu ekki okkar heldur þeirra sem greiða út launin, þá finnst mér það sann­gjarnt,“ segir Katrín.

Hvort þessi að­gerð geti verið í­þyngjandi fyrir em­bættis­menn, sem munu ýmist lenda í því að of­greiddu launin verði dregin frá launum þeirra á næstunni eða verður gert greiða launin til baka á 12 mánaða tíma­bili segir Katrín:

„Eins og ég segi; þetta eru ekki allir opin­berir starfs­menn, þetta eru æðstu em­bættis­menn sem að hæstu hafa launin. Þannig ef ein­hver ætti að ráða við það þá erum það við.“


Tengdar fréttir

„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“

Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið.

Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“

Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.