Innlent

Ráðamenn þjóðarinnar fengið ofgreidd laun í þrjú ár

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjársýslan gerir þá kröfu að launin ofgreiddu verði endurgreitt.
Fjársýslan gerir þá kröfu að launin ofgreiddu verði endurgreitt. Vísir/Vilhelm

Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin.

Þetta kemur fram á vef Fjársýslu ríkisins þar sem vísað er í að samkvæmt lögum sem tóku gildi fyrir þremur árum skuli laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna ríkisins breytast 1. júlí

Er það gert samkvæmt hlutfallslegri breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næstliðið almanaksár sem Hagstofa Íslands reiknar og birtir fyrir 1. júlí ár hvert.

„Í ljós hefur komið að allt frá gildistöku laganna hefur viðmið við framkvæmdina verið launavísitala ríkisstarfsmanna, en ekki það viðmið sem tilgreint er í lögunum, þ.e. meðaltalsbreyting reglulegra launa ríkisstarfsmanna milli ára, segir á vef Fjársýslunnar.“


Hverjir eru þetta?

Hópurinn sem fellur undir umrædd lög er eftirfarandi:

  • þjóðkjörnir fulltrúar þ.e. forseti og alþingismenn; ráðherrar
  • hæstaréttar-/ landsréttar-/ og héraðsdómarar
  • saksóknarar
  • lögreglustjórar
  • ráðuneytisstjórar
  • seðlabankastjóri og aðstoðarseðlabankastjóri
  • ríkissáttasemjari

Þar kemur einnig fram að heildarfjárhæð ofgreiddra launa nemi um 105 milljónum króna. Alls hafi 260 einstaklingar, þar af 215 enn í starfi, fengið ofgreidd laun. Þessir einstaklingar verða krafðir um endurgreiðslu.

Verður greiðslan ýmist dregin af launum eða kröfur stofnaðar í jöfnum hlutum í 12 mánuði.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.