Innlent

Bjarni um of­greiðslu launa ráða­manna: Rétt skal vera rétt

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki eigi að þurfa opinberar skeytasendingar til þess að útskýra að rétt skuli vera rétt. Þetta segir hann í færslu á Facebook vegna umræðu um ofgreiðslu launa æðstu embættismanna ríkisins.

Komið hefur í ljós að Fjársýsla ríkisins hefur undanfarin þrjú ár ofgreitt laun forseta Íslands, ráðherra og ýmissa embættismanna. Viðkomandi þurfa að endurgreiða ofgreiddu launin.

Í Facebook færslu sinni um málið segir Bjarni það fráleitt „að ræða um geðþóttaákvörðun fjármálaráðherra í þessu samhengi.“

Bjarni segir málstað þeirra sem mótmæla því að leiðrétta ofgreidd laun, auman. Hann vænti þess að talsmenn þess vilji bera fyrir sig að hafa tekið við of háum launum í góðri trú. 

Bjarni gagnrýnir einnig formann Dómarafélagsins og segir þá staðhæfingu um að málið snúist um rétt borgara til réttlátrar málsmeðferðar ekki standast skoðun.

„ Fólkið í landinu ætti ekki að þurfa að hlusta á að það sé flókið að efsta lag ríkisins, æðstu embættismennirnir, skili því sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum. Annað væri hrikalegt fordæmi og er ekkert minna en siðferðisbrestur.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.